Merki krossins - 01.01.1926, Blaðsíða 13

Merki krossins - 01.01.1926, Blaðsíða 13
»0g ekki er hjálpræðið í neinum öðrum, því ei er mönnunum neitt annað nafn veitt undir himininum er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða«. (Post. Gjörn. 4, 12). Kristur einn er höfundur hinnar sönnu gæfu, hvort heldur fyrir ríkið eða sér- hvern borgara. Réttilega farast Ágústínusi helga þessi orð (bréfið til Macedoníusar c. 111); s>Það væri ófært að gera greinarmun á uppsprettum að gæfu mannanna annars vegar og ríkjanna hins vegar. Því hvað er ríkið annað en tengdaband manna með samstæðum hvötum?«. Ef stjórnarar þjóðanna ætla að vernda rétt sinn fyrir hvers kyns ágangi og glæða heill ættjarðarinnar, mega þeir alls ekki skirrast við að sýna drottinvaldi ]esú Krists alla lotningu, undirgefni og auð- sveipni í opinberu starfi sínu, hvort heldur einir sér eða í flokksheildinni. Því það, sem Vér í upphafi stjórnar Vorrar rituðum um afturför réttarvaldsins og lotningarskortinn fyrir lögunum, það á engu síður og með fullu gildi við nútímann. »Mennirnir eru«, — svo komumst Vér að orði, »búnir að útrýma Guði og Jesú Kristi úr löggjöfinni og almenni starfsemi. Það er látið í veðri vaka, að valdið sé ekki frá Guði upp runnið, heldur mönnum. Af þessu leiddi, að grunnur og undirbygging valdsins hrundi ofan. Hér var grundvöllurinn fallinn, sá er olli því, að einn skyldi bjóða og annar hlýða. En nú hlaut mannfélagið að riða og reika á undirstöðunni, þar sem það hafði ekki lengur neina örugga stoð til að standa á«. (Enc. Ubi Arcano). Hversu gagnlegt það er, að viðurkenna konungsdæmi Krists. Ef mannþjóðin játaðist leynt og ljóst til ríkis ]esú Krists, þá er enginn vafi á, að yfir ríkisfélögin rynni flóð ótrúlegrar blessunar: réttlætis, frelsis og rólegrar ögunar, einingar og friðar. Því konungstign Drottins vors veitir valdi þjóðstjóra og landstjóra, einskonar andlegan blæ. Og á sama hátt streymir þaðan göfgun °2 glæðing til borgaranna í auðsveipni og undirgefni. Þess vegna hefir og Páll postuli hvatt konurnar til að tigna Krist í eiginmönnum sínum, og þjónana að dýrka hann í herrum sínum, en samtímis boðið, að þeir skyldu hlýða þeim, ekki sem mönnum, heldur vegna þess að þeir eru umboðsmenn ]esú Krists. Því eigi er það samboðið þeim, sem endurleystir eru af Kristi, mönnunum að þjóna: »Þér eruð dýru verði keyptir, verið eigi manna þrælar«. (I. Kor. 7, 23). Þjóðstjórarnir og aðrir lögvaldir herrar eiga að finna, að boðsvald þeirra or .síst frá sjálfum þeim upp runnið; heldur er það að rekja til umboðs hins Ouðdómlega Konungs. Þegar svo er komið, verður það lýðum ljóst, að þeir muni stýra valdi sínu með sannvöldu viti, og láta sér af alúð ant um heill almennings og virðing þegna sinna, er þeir semja lögin og framfylgja þeim. Það er engum vafa bundið, að fullur friður og eining komast aðeins á með þessu eina móti, því á þennan hátt mun hver tilraun til upphlaups lúta í haldi. — Segjum nú, að borgari finni landstjórann og aðra yfirmenn stórum á skorta, hvað mannkosti og annað gildi snertir. Alt um það mun hann þó eigi seSÍast undan valdi þeirra, þareð hann álítur þá ímyndir og umboðsmenn guð- niannsins ]esú Krists. Að því er samúð, frið og sannar skyldur snertir, þá er augljóst, að dauð- legir menn bræðast því betur saman, ssm þeir búa í víðtækara ríki. Meðvitundin um slíkt samband kemur kemur bæði í veg fyrir oftlega árekstra og mildar — 13 — Merki krossins.

x

Merki krossins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Merki krossins
https://timarit.is/publication/611

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.