Merki krossins - 01.01.1926, Blaðsíða 23

Merki krossins - 01.01.1926, Blaðsíða 23
hann talar um Jesús: »Ekki er hjálp- ræði í neinum öðrum, því að eigi er heldur annað nafn undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað að verða sáluhólpnir í« (Postulasaga 4.12). Hjarta mannsins þráir frið og sælu eins og hindin þráir vatnslindir (S. 41. 1). En friður og sæla finnast hvergi nema hjá honum, sem hefir sagt: »Eg er vegurinn, sannleikurinn og Iífið«, og um hann segir postulinn »hann er friður vor«. Gyðingarnir krossfestu hann eins og morðingja, en deyjandi deyddi hann dauðann og veitti mönnum eilífa lífið. »Hann gaf sjálfan sig til lausnargjalds fyrir alla menn« (Kor. II. 5. 15). Jesús Kristur er sannur Guð og Frelsari heimsins, sem Guð hefir hann skapað oss alla og sem Guðmaður hefir hann endurleyst oss alla og þess vegna hefir hann einn rétt til að drottna yfir hjörtum mannanna. Allir menn verða því að tilbiðja hann. Ég sagði áður, hjarta mannsins þráir frið og sælu, en frið og sælu finnum vér einungis í Jesú svo framarlega vér trúum á guðdóm hans og endurlausn- arverk. Vér viljum enga falsmynd, enga skrípa- mynd af Frelsaranum hafa, hin sanna mynd hans verður að Ijóma í dýrðar- geislum guðdómsins. Nú á dögum eru þeir menn til, sem búa til afskræmi af Frelsaranum og þeir eru langtum skað- legri en hinir grimmu fjandmenn lið- inna alda, sem ofsóttu fylgjendur Jesú Krists með því að úthella blóði þeirra; en blóðugar ofsóknir skaða ekki kirkjuna, þvert á móti vex og þróast kirkjan best í blóði píslarvottanna. Menn ráðast ekki á sjálfa persónu Krists, nei, öðru nær, árásirnar á vorum dögum eru langtum skaðlegri. Væru árásir gerðar beint á persónu Jesú Krists sjálfs, þá mundu flestir menn fyrirlíta slíkar árásir og fara að elska Frelsarann ennþá innilegar. Fjandmenn Krists nú á vorum dögum, Iýsa persónu hans eins og þeir væru lærisveinar hans eða vinir. Kristur, segja þeir, er hinn göfugasti maður, sem nokkurn tíma hefir lifað hér á jörðunni, hann er hinn mikli mannvinur, mildi hans og kærleikur, líferni hans og dygðir eru svo dásamlegar, að öll dygð annara manna bliknar við samanburð á því. Þeir lýsa honum sem besta löggjafa. Já, vissulega er Kristur alt þetta. En væri hann ekki annað en þetta, þá væri hann einungis óbreyttur maður. Fjand- menn Krists skipa honum á bekk með mikilmennum heimsins eða villutrúar- foringjum, en um Guðdóm hans vilja þeir ekki heyra talað; það sem guðspjöllin greina um guðdómlegt eðli Krists, kveða þeir misskilning vera. Og þess vegna sjáum vér því miður í tímaritum og blöðum, sem dreift er út um alt land, að Jesú er skipað á bekk með Con- fúsíusi, Búdda, Múhameði og fleirum. Þetta er háðung og guðlast. Vér, sem tilbiðjum Jesúm sem Guð vorn, vér mótmælum því allir, að menn skipi Jesú á bekk með villutrúarmönnum eða mikilmennum heimsins; sæti hans er í hásæti guðdómsins; og um Jesúm skrifar Páll postuli: »Guð hefir hátt upp hafið hann og gefið honum nafnið, sem öllum nöfnum er æðra, til þess að hvert kné skuli beygja sig fyrir Jesú nafni, þeirra sem eru á himni, og þeirra sem eru á jörðu og þeirra sem undir jörðunni eru, og sérhver tunga viður- kenni að Jesús Kristur er Drottinn í dýrð Guðs Föður« (Fíl. 2. 9). Já, Jesús er Drottinn, Drottinn vor, hann einn hefir rétt til að drottna yfir hjörtum vorum. En hann er ekki ein- — 23 — Merki krossins.

x

Merki krossins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Merki krossins
https://timarit.is/publication/611

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.