Merki krossins - 01.01.1926, Page 22

Merki krossins - 01.01.1926, Page 22
Jesús Kristur er sannur Guð. Jesús Kristur er Frelsari heimsins. Þegar alþing árið 1000 lögleiddi kaþólska trú á Þingvöllum og Þormóður prestur söng messu á Gjábakka upp frá búð Vestfirðinga, þá ómaði yfir þingheimi Islands þessi trúargrein úr Nikeujátningunni um guðdóm ]esú Krists: »Eg trúi . . . . á einn Drottinn, ]esúm Krist, Guð af Guði, ljós af ljósi, sannan Guð af sönnum Guði, getinn, ekki skapaðan, sameðlis Föðurnum*. Er Ari fróði, í íslendingabók, kemst svo að orði: »Þá vas þat mælt í lögum, að allir menn skyldi kristnir vesa ok skírn taka, þeir es áðr vóru óskírðir hér á landi«, hefir hann ritað fegurstu blaðsíðu í sögu landsins og þingsins, því þá hefir hann skýrt oss frá því, að Alþing og alt landið vildi játa þenna sannleik: Jesú Kristur er sannur Guð af sönnum Guði. I nítján aldir hefir hinn kristni heimur borið vitni um og játað að Jesús Kristur sé sonur hins lifanda Guðs og sameðlis Föðurnum eins og hann sjálfur hefir sagt: »Ég og Faðirinn erum eitt«, (]óh. 10. 30). »Alt sem Faðirinn gerir, það gerir og Sonurinn«, (]óh. 5. 10). í nítján aldir hafa miljónir manna í hverskonar stétt og stöðu, voldugir jafnt sem vesælir, tilbeðið með fullri sannfæringu Frelsara vorn sem Drottinn og Guð. Fyrir sakir nafns hans hafa miljónir manna lagt alt í sölurnar, þolað hvers- konar þjáningar og látið lífið fyrir trú sína á Guðdóm hans. Því miður eru, nú á vorri tuttugustu öld, margir sem líta á ]esúm sem óbreytfan mann og afneita guðdómseðli hans. Þeir vilja kollvarpa grundvelli hinnar kristnu trúar og setja heilaspuna sjálfra sín í hans stað. Um slíka menn segir Páll postuli: »Þann tíma mun að bera, er menn þola ekki hina heilnæmu kenningu, heldur kitlar þá í eyrunum og þeir hópa að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum og þeir munu snúa eyrum sínum burt frá sannleikanum og snúa sér að æfin- týrum«. (Tím. II. 4. 3). Jesús Kristur er sannur Guð, þetta trú- aratriði er grundvöllur kristindómsins, því að eins að vér trúum þessum sannleika, fáum vér skilið orð Péturs postula þá Merki krossins. 22 —

x

Merki krossins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Merki krossins
https://timarit.is/publication/611

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.