Merki krossins - 01.01.1926, Side 34

Merki krossins - 01.01.1926, Side 34
Fátæk kona frá Norður-Ítalíu gekk 400 kílómetra til Rómaborgar. Góðir menn veittu henni fæði og húsaskjól, þar sem hún kom. Húsfaðir einn frá Desio, í Norður- Italíu, fæðingarstað páfans, kom til Róma- borgar fótgangandi. Hann vildi breyta eftir föður sínum og afa, sem höfðu gert hið sama, annar árið 1900 og hinn árið 1825. Hann fór að heiman pen- ingalaus, eftir dæmi hins heilaga Frans frá Assisi. Á leiðinni mætti hann píla- grím, sem kom gangandi frá Sviss. Tveir ungir Þjóðverjar fóru gangandi frá Berlín 26. júní, með 30 mörk og 25 kg. farangur, og voru 80 daga á leið- inni. Þeir fóru aftur heim á sama hátt. Fátæk kona kom gangandi frá Ober- ammergau í Bayern. Samkvæmt frásögn tímarits nokkurs mun páfinn hafa gefið henni fyrir fargjaldi heim. Tveir Danir fóru einnig gangandi til Rómaborgar. Er þeir voru komnir upp í Alpafjöllin, skall á hríðarbylur. Til allrar hamingju voru þeir í nánd við St. Bernhardshælið. Þeir hefðu farist, ef munkarnir hefðu ekki bjargað þeim. Það, sem vekur sérstaklega eftirtekt, eru pílagrímarnir frá Norðurlöndum, því að þefta er fyrsta pílagrímaförin þaðan, síðan um siðaskiftin. Það voru 450 manns, er komu saman í Kaupmanna- höfn frá öllum Norðurlöndum, jafnvel nokkrir Islendingar, til þess að taka þátt í þessari för. Meðal þeirra var hinn postullegi prefekt yfir Islandi og bisk- uparnir frá Danmörku, Noregi og Sví- þjóð. Þetta er í fyrsta sinni síðan um siðaskiftin, að Islendingar taka þátt í suðurgöngu. Enda veitti það hinum heil- aga Föður sérstaka ánægju og gleði. Hann langaði mjög til að sjá þennan litla flokk, sem var kominn frá hinni fjarlægu og söguríku eyju. Þegar hinn postullegi prefekt yfir íslandi fékk áheyrn hjá páfa, gaf hann honum það í skyn. Þegar allir Norðurlanda-pílagrímar gengu fyrir hinn heilaga Föður, var honum bent á íslendingana. Veik hann sér þá sér- staklega að þeim og mælti til þeirra nokkur orð á franska tungu. I ræðu, er páfinn hélt um áramótin, þar sem hann gat um viðbúnað og hátíðahöld júbilársins, mintist hann Islendinga sér- staklega. I tilefni af Rómaferðunum var haldin í fyrra alþjóðasýning í páfagarðinum. Sýningardeildir voru þar ein fyrir hvert land, og var sýning þessi því mikil og fjölbreyft. Einnig var þar safn íslenzkra muna, sem hans herradómur, postullegur prefekt M. Meulenberg, hafði sent þang- að. Honum var sérstaklega um það hugað, að sýna bókmentir Islands að fornu og nýju. Þar voru öll helztu forn- rit vor í bezfu útgáfum, sem til eru, og í vönduðu skinnbandi; allskonar íslenzkir skrautgripir, vandaðir mjög; sömuleiðis úrval af fögrum myndum frá íslandi. I norskum blöðum var tekið til þess, hve mjög væri vandað til íslenzku sýn- ingarinnar. Þjóðverjar höfðu sent stórt málverk, sem átti að sýna kristnitökuna á Þingvöllum árið 1000. Er sýningin var opnuð, gekk páfinn sjálfur með hirð sinni um sýningarsalina. Hann stað- næmdist einnig við »hið fagra Island*, eins og franskt blað komst að orði. Hinn postullegi prefekt yfir Islandi fékk heiðursskjalið »diplóma di bene- merenza® og verðlaunapeninginn úr silfri »bene merenti« fyrir hina íslenzku deild sýningarinnar miklu í páfagarðin- um. Meiri heiður hlotnaðist engum af öllum þeim, sem þátt tóku í sýningu þessari. Árið 1925 var sannlega júbilár, þ. e. fagnaðarár. G. Boots. Merki krossins. 34 —

x

Merki krossins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Merki krossins
https://timarit.is/publication/611

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.