Merki krossins - 01.01.1926, Page 32

Merki krossins - 01.01.1926, Page 32
sína. Enginn prestur getur rofið leyndar- mál skriftasakramentisins. »Miðið á hann!« var skipað, og enn þá einu sinni sneri hershöfðinginn sér til prestsins: »1 konungsins nafni krefst ég þess í síðasfa sinn, talaðu!« »1 Guðs nafni, ég má ekkert segja«, svaraði hinn krjúpandi prestur stillilega. » Skjótið!« Faðir Marielux féll, lostinn í hjarta- stað, sem píslarvottur skriftasakramentis- ins, hinn 22. september 1825. Hinn kaþólski prestur getur dáið, en hann segir aldrei frá leyndarmáli skrifta- sakramentisins. Heldur dauðann en svik gagnvart Guði og skriftabarninu. Þannig heimta bæði Guðs og manna lög. — Presturinn tekur Ieyndarmál með sér í gröfina. N. U. Alþjóða eukaristlegur fundur. Þetta ár, frá 20.—23. júní, verður haldinn í Chicago í Norður-Ameríku hinn 28. alþjóða eukaristlegi fundur. Takmark alþjóða eukarisflegu fund- anna er að endurnýja heiminn fyrir Jesúm Krist, nærverandi í hinu allra helgasta altarissakramenti. Þeir eru haldnir annaðhvert ár, en aldrei á sama stað, oftast í öðru landi eða að minsta kosti í annari borg. Smám saman hafa eukaristlegu fundirnir orðið að hinum viðhafnarmestu kaþólsku samkomum, þar sem þúsundir manna frá mörgum löndum mætast til þess að heiðra opin- berlega Jesúm Krist í altarissakrament- inu. Fyrsfi fundurinn var haldinn árið 1881 í Lille á Frakklandi. Á hinum 16. alþjóðafundi í Rómaborg, árið 1905, ákvað páfi Píus X., að framvegis yrði sendur legáti páfa til allra þessara funda. Þannig var t. d. Vilhjálmur Marino kar- dínáli van Rossum sendur sem legáti páfa á eukaristlega fundinn í Wien árið 1912. Öllum leyfðist að ganga þar fyrir kardínálann. Biskupar, greifar, bændur og verkamenn þyrpfust að til þess að heilsa honum, og á móti öllum var tekið með jafn vingjarnlegum orð- um. Þessum eukaristlega fundi lauk með hátíðlegri skrúðgöngu og tóku þátt í henni sjálfur keisarinn, öll hirðin, margir prinsar og furstar, 10 kardínálar, 150 erkibiskupar og biskupar, 6000 prestar og 250 þúsundir manna. Chicago, þar sem þessa árs eukarist- legi fundur verður haldinn, er hin fjórða stærsta borg heimsins, og eru þar 292 kaþólskar kirkjur, Eins og altaf, þegar Ameríkumenn gera eitthvað, er útlit fyrir, að fundurinn muni verða hinn prýðilegasti. Hann mun verða einhver sá stærsti kaþólski fundur, sem nokkru sinni hefir haldinn verið. Menn búast við einni miljón aðkomumanna, bæði frá Ameríku og Evrópu, en í borginni sjálfri eru 1 miljón kaþólskra íbúa. Tíu dögum áður en fundurinn byrjar, koma 3000 prestar til aðstoðar prestum borg- arinnar við skriftir. Þar á að fara fram mikil skrúðganga og pontificalmessa undir beru lofti. Við þessa messu eiga 50 þúsund börn að syngja »Missa de Angelis*. Kardínáli Bonzano verður sendur sem legáti páfa. Merki krossins. 32 -

x

Merki krossins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Merki krossins
https://timarit.is/publication/611

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.