Merki krossins - 01.01.1926, Blaðsíða 26

Merki krossins - 01.01.1926, Blaðsíða 26
gervallan heim sem krafiaverh ]esú Hrists. Ekki voru lærisveinarnir og postularnir hinir einu vottar að krafta- verkum ]esú Krists, heldur þúsundir Gyðinga og heiðingja. Tökum til dæmis upprisu hans. A hvítasunnu, aðeins fimmtíu dögum eftir upprisu Krists, hefja postularnir raust sína í viðurvist óteljandi mannfjölda í ]erúsalem, í hinni sömu borg, þar sem ]esús hafði verið dæmdur til dauða og krossfesiur. Odeigir boða þeir hátíðlega og skörulega, að Guð hafi uppvakið frá dauðum þennan hinn sama ]esúm, sem Gyðingarnir höfðu neglt á krossinn, og að hann sé upprisinn. Og hvað verður? — Eng- inn mótmælir, enginn rengir vifnisburð þeirra né reynir að ónýta hann. — Hví þegir öll ]erúsalem? Hví þegir hið háa ráð? Hví þegja allir óvinir Krisfs? Þeim fallast öll ráð, sannleikurinn er kominn í ljós, allir vita, að það sem postularnir boða er óhrekjanlegur sann- leikur, jafnvel hinir skriftlærðu dirfast ekki að mótmæla. Hefði hinn minsti efi verið mögulegur, mundi öll ]erú- salem sem einn maður hafa risið upp og mótmælt, en öðru nær, í stað þess að mótmæla sjáum vér þrjár þúsundir manna í einu gerast fylgjendur Krists. — Hið eina, sem óvinir ]esú Krists reyna að gera, er að banna boðun upp- risu og kraftaverka hans, en bann er engin röksemd, heldur er slíkt bann ný sönnun þess óhrekjanda sannleiks, sem postularnir boðuðu. Kraftaverkin voru framkvæmd í við- urvist ótal votta. Þegar ]esús mettar fimm þúsundir manna á fimm bygg- brauðum og nokkrum fiskum, þá eru allar þessar þúsundir vottar þess, að ]esús gerði kraftaverk og frá sér numdir vildu þeir þegar í stað gera hann að konungi. Heilög ritning segir oss svo frá því, að þá er ]esús uppvakti ung- mennið í Nain, voru lærisveinar hans og fjöldi fólks með honum og með móður hins framliðna voru einnig mjög margir bæjarmenn, og heilög ritning bætir við, að fregnin um þennan atburð hafi borist út um alla ]údeu og héruð þar í kring. Þannig er því varið um öll önnur kraftaverk ]esú. Hér má bæta við, að þeir, sem um þessi kraftaverk hafa skrifað, voru allir samtíðarmenn ]esú. Guðspjallamennirnir skýra ná- kvæmlega frá stöðum og mönnum, er stóðu í sambandi við kraftaverkin. Þegar þeir prédikuðu og skrifuðu um líf og verk ]esú Krists, lifðu þúsundir votta, sem séð höfðu og heyrt alt það, sem ]esús hafði gert. Þá lifðu þúsundir óvina Jesú, bæði Gyðingar og heið- ingjar, en hefir nokkru sinni einn ein- asti meðal þessara óvina hans andmælt frásögn guðspjallamannanna? — Nei! Alls enginn. — Allir samtíðarmenn ]esú, bæði vinir og óvinir, hafa í einu hljóði játað sannleik stórmerkja hans. Þessi stórmerki Jesú voru svo augljós, að ómögulegt var að neita þeim. Engum gat til hugar komið að segja þau ímyndun vera, blekking eða svik. Og það, sem postularnir þess vegna boða heiminum, er guðdómur Jesú Krists — sá Kristur, sem þeir hafa prédikað, er Guð. Hinn heilagi Jóhannes postuli segir um ]esú: »Hann er hinn sanni Guð og eilífa lífið« (]óh. I. 5. 20). Heilagur Páll postuli skrifar: »1 Kristi býr öll fylling guðdómsins« (Kól. 2. 9), »og allir englar Guðs skulu til- biðja hann« (Hebr. 1. 6), og hann nefnir Krist beinlínis: Guð, blessaðan um alla eilífð (Róm. 9. 5). Vitnisburðinn um guðdórn ]esú Krists hafa allir postul- arnir staðfest og innsiglað með blóði sínu og hræðilegum þjáningum, fyrir Merki krossins. — 26 —

x

Merki krossins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Merki krossins
https://timarit.is/publication/611

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.