Sumarblómið - 01.01.1921, Blaðsíða 5
Sumarið
Sumarið var komið og sólin sendi geisla sína út yfir
lönd og lög, vekjandi att at vetrardvalanum til lífsins. —
Grösin voru tekin að gróa og grundirnar að grænka; loft-
ið kvað við af fuglakvaki og fegurðaróm. Öll náttúran
var reifuð yndisleik og unaði sumarsins. Mennirnir höfðu
varpað af sér drungamötli vetrardvalans og fært sig í lín-
klæði og Iéttleik sumarsins. Allir voru önnum kafnir, því
alstaðar var nóg að starfa, jafnt um borg sem bæ, — og
lífið útheimtir starf, ef við eigum að uppfylla þær skyld-
ur, sem við höfum gagnvart tilverunni. — En í útjaðri
borgarinnar lá ungur maður í rúmi sínu; heilsa hans var
biluð og kraftar hans þrotnir. Eins og ungum mönnum
er gjarnt, hafði hann horft glaður og vongóður fram í
tímann — fram á lífsbraut sína. Og það liöfðu blossað
upp í brjósti lians bjartar og fagrar framtíðarvonir — vonir
um fremdir og frægð. Heitasta ósk hans var sú, að geta
komist áfram á lífsbrautinni að því takmarki, sem hann
hafði sett sér í fyrstu. — Takmarkinu að verða maður og
geta unnið gagn landi sínu og þjóð. Sál hans þyrsti
eftir fróðleik og hann þráði að setjast að mentalindum
menningarinnar, því mentunin var í hans augum lyftistöng
einstaklinganna — og þjóðanna í heild sinni. Hann var
vanur að segja: »Mentunin er það afl, sem fær lyft manni