Sumarblómið - 01.01.1921, Blaðsíða 11
Sumarblómið 9
það mun hjálpa þér til að varðveita auðmýktina. Það
skaðar ekkert, þótt þú álítir, að þú sért lítilmótlegri
en aðrir, en það er aftur á móti mjög s'æmt, ef þú
álítur sjálfan þig betri en alla aðra. Pað er að eins
hinn auðmjúki, sein hefir frið við Ouð; í hjarla hins
drambsama býr öfund og reiði.
(Thomas A. Kempis: Kristi Efterfölgelse).
Rauði bletturínn.
(Þýtt).
Einhverju sinni, þegar Napóleon mikli var að ræða við
herráð sitt um Evrópukortið, þá sagði hann um leið og
hann benti á vissan stað á kortinu: »Ef þessi rauði blett-
ur væri ekki þarna, mundi eg sigra allan heiminn*. Blett-
urinn voru Bretlandseyjarnar.
Það er annar rauður blettur á heimskortinu, Golgata-
hæðin, og ef sá blettur hefði ekki verið til, þá mundi hið
illa hafa sigrað heiminn fyrir löngu. En á Golgata var
hin mikla barátta háð og unnin yfir sálaróvininum, og
sigurinn á Golgata gefur öllum þeim, sem setja traust sitt
til Jesú, aðgang að himnaríki og eilíft líf.