Sumarblómið - 01.01.1921, Blaðsíða 18

Sumarblómið - 01.01.1921, Blaðsíða 18
16 Sumarblómið Eiriarðí hirðpresturinn. Doktor Jakob Wellcr, setn dó 1665, var hirðprestur í Dresdert. Hann kendi með mikilli djörfung á móti löstum og ósiðunt, sem fóru í vöxt við hirðina, og sér í lagi á móti hinni óhóflegu nautn áfengra drykkja. Pess vegna sagði kjörhöfðinginn einhverju sinni við hann: »Eg væri ánægður með yður, einungis ef þér vönduðuð ekki svo stranglega um drykkjuskap og bökuðuð yður tneó því ó- vinsældir hirðmannanna. Við hirðina, þar sem svo margir menn koma saman, getur ekki æfinlega farið svo reglulega fram». — »F*egar eg einungis á Guð fyrir vin«, svaraði Weller, »þá getur óþokki allra hirðmannanna, já, jafnvel höfðingjans sjálfs, ekki sakað mig«. Einn af ráðgjöfunum, sem einmitt var viðstaddur, stygðist við þetta svar, og reyndi til að æsa kjörhöíðingjann upp á móti Weller. Þá tók hann upp veitingarbréf sitt, lagði það á borðið og sagði: »í þessu bréfi er ritað, að eg skuli láta embætti mitt vera mér umvarðandi efni, og að eg skuli dyggilega annast um hinar dýrmætu sálir kjörhöfðingjans og yðar háu ættingja, og ekkert vanrækja, sem geti gagnað yðar andlegu og eilífu velferð. Eg hefi hingað til kappköstáð að gera það, og ætla mér að halda því áfram; en ef eg fæ ekki leyfi til þess framvegis, þá get eg ekki lengur með góðri samvisku þjónað embætti mínu; og egbið. þess vegna auðmjúklegast, að kjörhöfðinginn vilji taka aftur veitingar- bréf mitt og láta mig fá lausn í náð«. »Nei«, svaraði kjör- höfðinginn, »þér eruð vandaður óg saniviskusamur prestur og viljið mér betur en allir hirðmenn mínir. .Yður er frjálst að kenna eftirleiðis eins og áður og eins og embætti yðar útheimtir. Vér höfum sjálfsagt farið of frekt í það; vér get- um ekki réttlætt oss, og þurfum þess reyndar með, að vér séutn ámintir og ávítaðjr fyrir syndir vorar. Vér heitum yður frainvegis náð vorri og sérlegri hylli«.

x

Sumarblómið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumarblómið
https://timarit.is/publication/614

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.