Sumarblómið - 01.01.1921, Blaðsíða 16
14
Siimarbtómib
eð hann hafði ekki átt það skilið, að honum væri vikið
frá, tók hann það ekki nærri sér, og kunni vel við sinn
nýja lífernishátt. Konungurinn, sem mat mikils gáfur hans,
og saknaði hans, leitaði hann uppi og bað hann að koma
aftur til hirðarinnar. En ráðgjafinn neitaði því og sagði:
íÞú hófst mig til æðstu tignar; með þreklyndi bar eg þá
erfiðismuni, sem henni voru samfara; þú hefir neytt mig
til að draga mig í hlé; nú hefi eg næði, lofaðu mér að
halda því. — Að draga sig í hlé frá heiminum, er að
svifta villidýrið tönnum þess, illmennið morðhníf hans og
höggorminn tungu hans«. Konungurinn lagði að honum.
»Eg þarf skynsaman og ráðvandan mann«, sagði hann,
»sem getur hjálpað mér til að bera valdabyrðina, og eg
fæ engan færari til þess en þig«. »þú munt finna ein-
hvern«, svaraði ráðgjafinn honum, »ef þú leitar meðal
þeirra, sem ekki leita þín«.
Grænlendingurínn og krístniboðinn.
Ungur, röskur Grænlendingur ferðaðist einhverju sinni
yfir fjöllin með hinum nafnkunna kristniboða Kranz, sem
hafði verið verkfæri í Guðs hendi til að snúa honum frá
myrkri heiðninnar. Það var indæl morgunstund; sólin lyfti
sér hátignarleg upp yfir fjallatindana, sem eins og sveim-
uðu milli himins og jarðar í Ijómandi purpurafegurð. Inni-
lega hrærður í huga og gagntekinn af tilfinningum sínum,