Sumarblómið - 01.01.1921, Blaðsíða 13

Sumarblómið - 01.01.1921, Blaðsíða 13
Sumarblómið 11 með að glata þinni sál í helvíti? Ef svo er, þá vil eg segja við þig: Snúðu þér til Jesú, og biddu hann að frelsa þína sál. Of seint sá ríki maðurinn þá eymd, sem Ieiðir af því, að gleyma Guði og velferð sálarinnar. Lát þú ekki fara eins fyrir þér, en komdu í dag á fund Jesú, sem vill frelsa þig. Ein siund. Stóra klukkan í ráðhústurninum sló þrjú, Pað seig á síðari hluta dagsins. Klukkan sló fjögur. Pað var að eins ein stund. — Börnin, sem voru að leika sér á götunni, vissu ekki, að hún var liðin; en á þessari stundu hafði einn mikill og eðallyndur maður skrifað nokkur góð og kraftmikil orð, sem munu vara lengi, og sem munu veita margri stríð- andi sál hugrekki og hjálp. — Á þessari stundu hafði einn eðlisfræðingur opinberað einn af leyndardómum náttúrunnar og með því auðgað alt mannkynið. Fjórar stúlkurogtveirslæpingjarhöfðu setiðumhverfis kaffi- borð á þessari stundu og rifjað upp gamlar og gleymdar hneykslissögur og talað illa um heiðvirða nágranna sína. — Á þessari stundu gaf ungur maður eftir fyrir freistingu og framdi synd, sem ekki vill sleppa valdi sínu yfir hon- um á meðan hann lifir. — Á þessari stundu gullu við fallbyssur og aðrar morðvélar, sem drápu og limlestu þús-

x

Sumarblómið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumarblómið
https://timarit.is/publication/614

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.