Sumarblómið - 01.01.1921, Blaðsíða 10

Sumarblómið - 01.01.1921, Blaðsíða 10
8 Sumarblómí& Forðastu hégómlegar vottir og dramb. 1. Pað er heimska, að byggja traust sitt á mönnum eða nokkrum öðrum sköpuðum hlut. Enginn ætti að fyr- irverða sig fyrir, af ksírleika til Jesú Krists, að vera þjónn annara (2. Kor. 4, 5.). Reiddu þig ekki á sjálfan þig, bygðu heldur von þína á Guði einum. Gefðu Guði vilja þinn og þá mun kraftur Guðs full- komnast í veikleika þínum. Treystu ekki vísdómi þínum eða nokkurs annars manns, heldur einungis náð Guðs, sem er með auðmjúkum, en hrindir dramb- látum burtu. 2. Hrósaðu þér ekki af auðæfum þínum, þótt þú sért auðugur, heldur ekki af vinum þínum, þótt þeir séu svo og svo voldugir — heldur leitaðu heiðurs i Guði, sem gefur þjer alla hluti, og sem helst af öllu vill gefa þér sjálfan sig. Vertu ekki hreykinn af lík- amlegri hreysti né fegurð, því við lítilsháttar sjúkdóm getur hið hrausta orðið veikt og fegurðin horfið. Horfðu heldur ekki með ánægju á sjálfan þig vegna dugnaðar þíns og skilnings, svo að þú ekki með þvf missir velþóknun Guðs, sem hefir gefið þér alt hið góða, sem þú átt í eðli þínu. Vertu ekki hreykinn af því, sem þú gerir, því þótt það standist dóm mannanna, er ekki þar með sagt, að það fái staðist fyrir dómi Guðs. 3. Álíttu þig ekki betri en aðra, svo að þú verðir ekki álitinn lítilmótlegri en aðrir, af Guði, sem veit hvað í manninum býr. Finnir þú, að það sé eitthvað gott hjá þér, þá trúðu því, að aðrir s?u samt ipikið betri;

x

Sumarblómið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumarblómið
https://timarit.is/publication/614

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.