Sumarblómið - 01.01.1921, Blaðsíða 6
4
Sumarblómib
upp úr deyfðar- og dáðleysisdikinu inn á sólskinsgrundri
framtíðarlandsins.« — Fyrir hjálp góðra nianna komst liann
í skóla, og hann var svo glaður yfir því, að honum virt-
ust vonirnar sínar vera að rætast. En alt í einu syrti að
og á skaniri stundu dró fyrir gleðisól hans. — Nú var
heilsan biluð og kraftarnir þrotnir — og fögru framtíðar-
vonirnar — þær voru brostnar. Fannig lá hann einn, já,
aleinn, í litla þakherberginu sínu og hugsaði um hverful-
leik lífsins. Hann mintist bernskuáranna, morguns lífsins,
þegar hann naut móðurblíðunnar og barnaleikjanna. Hann
mintist fermingardagsins, þegar hann vann eiða fyrir altari
Drottins. Hafði liann haldið þá eiða? Hafði hann ekki
lifað í andvaraleysi heimsins? — Hafði hann ekki gengið
eftir girndum sínum og sóað frístundum sínum í glaumi
og gleði heimsins barna? — Jú, það hafði hann gert. —
Hafði hann helgað Guði nokkurt augnablik af lífi sínu?
Nei, það hafði hann ekki gert; en þó hafði Guð verið
honum svo góður. Og hann fór að hugsa um gæsku
Guðs til sín; hann hafði stöðugt brotið á móti Guðs vilja
og á móti því heiti, sem hann hafði unnið honum, en
þó hafði Guð borið mikla umhyggju fyrir honum og leitt
hann hjá öllum hættum og þjáningum.
Hann mintist margra atvika úr lífi sínu, sem honum
fundust óskiljanleg, en sem nú skýrðust fyrir honum og
sem hann nú fann, að Guð hafði verið honum nálægur.
— — Hann lokaði augunum, krosslagði hendurnar á
brjósti sér og heit og innileg bæn steig upp til Guðs,
bæn um fyrirgefningu og náð. Og Guð, sem rekur eng-
an á burtu frá sér, sem til hans kemur iðrandi og auð-
mjúkur, heyrði hið veika bænarkvak. Sár vonbrigðanna