Dvöl - 21.01.1934, Blaðsíða 5

Dvöl - 21.01.1934, Blaðsíða 5
21. jan. 1934 D V ö L 3 vill lifa menningarlífi, en á erfitt með það. Og það hefir alizt upp á tima, þegar kreppan og at- vinnustríð, offramleiðsla og ör- Pálmi Hannesson rektor. I)irg, setja svip á mannlífið. Unga fólkið er ólíkt um margt, eins og heimilin, en því svipar saman um annað. Það er yfir- leitt hispurslaust og djarfmann- legt. Það hefir ríkan vilja til sjálfraéðis og mikla möguleika, svo að stundum stappar nærri sjálfbirgingsskap, og er vandséð, liver gifta muni fvlgja. Það vill ekki vera unglingar, lieldur full- orðið fólk, jafnvel þegar á ferm- ingaraldri, og Iiegðar sér eftir því. Því gengur illa að viður- kenna, að nei þýði nei, en ekki aðeins hið, og kennir þar áhrifa lieimilanna. Eg held, að flest börn í Reykjavík fái vilja sinn, ef þau biðja nógu oft. Loks er unga fólkið nú lítið trúhneigt í venju- legum skilningi og lausara miklu við draumlyndi og skáldskapar- óra en næstu kynslóðir á undan. Lífsbaráttan er nú harðari en var fyrir stríð, og raunhæf við- fangsefni, einkum félagsleg, eru Ijósari og liggja nær nú en þá. Og i átökunum við þau svalar æska vorra daga tridmeigð sinni, athafnalöngun og æfintýraþrá. Á öllum tímum liefir ungt fólk verið hrotgjarnt á gamlar venj- ur og lílil trúað á lífreynslu þeiivra og úrræði, sem eldri eru. Ef lil vill kveður meira að þessu mi en oft áður, enda eru efnin til á þessum dögum ráðstefnanna og ráðleysisins. Unga fólkið hér í hænum er yf- irleitt 100% Reykvíkingar. Það þekkir litið til landsins austan flellisheiðar og norðan við Skarðsheiði og langar lítið til að kvnnast því. Hugur þess stefnir fremur út á við. En heimilin i Revkjavík, Hotel Rorg og Holly- wood hafa mótað það mest, miklu meira en islenzkar bók- menntir og islenzkar geymdir. — Ef til vill má bæta fjórða háinu við: heimspólitikinni. — Það er vaxið upp með „funktónalisman- um“ og her blæ hans. Og það mun síðar reisa sér hús, ekki úr timhri og bárujárni, með turnum og pirumpári, heldur „funkis- hús“ úr járnbentri steypu með

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.