Dvöl - 21.01.1934, Blaðsíða 17

Dvöl - 21.01.1934, Blaðsíða 17
21. jan. 1934 D V Ö L 15 1651 (er scst á bréfabók bans), og var það með þeim hætti, að Auðbjörg bað þau Sigríði auð- mjúklega fyrirgefningar og hét aldrei að móðga þau framar. En í sögnum er, að Auðbjörg brígsl- aði Sigríði um hórdóm og annað ósæmilegt mjög. En það var á Alþingi, að Sigríður heimti að sverja, og sór þar fyrir lioldlegt samræði með öllum mönnum, bæði í jörð og á, nema Benedikt bónda sínum; en bvort það var í þessu skyni eða ei, vitum vér ekki. Það má og finna, að fleiri heldri konur, einkum auðugar, færi fram slíkum eiðum, og má vera það Ivti til erfða barna þeirra. 3. Deila kvenna Benedikts og lögmanns. Ærin óvild reis og milli Bene- dikts og Sigriðar og Magnúsar lögmanns ríka Björnssonar á Munkaþverá og konu hans, Guð- rúnar Gisladóttur, lögmanns. Bar margt til greina. Er sagt, að ná- lega risi það allt af stærilæti og geðríki jjeirra Sigriðar og Guð- rúnar konu lögmanns, og þótt fróðleik skorti frá því að greina, sést það af bréfabók Þorláks biskups, að sama baust, þá sættin varð um sumarið við Auðbjörgu, liélt biskup prestastefnu á Eyrar- landi. Voru þeir þar lögmaður og klausturhaldari og tclur bisku]) i I>réfi sínu, að þeir deildi þar, vinkum konur þeirra, Guðrún og Sigríður, svo að afar hneykslan- legt væri og illt til eftirbreytni enum smærri mönnum, og það í áheyrn sína og annara dánu- manna. Og þegar um veturinn, 1. desember, ritar hann þeim Benedikt og lögmanni bréf. Tel- ur bann í þeim með öðru, að Björn sýslumaður Pálsson (á Espihóli, bróðir Benedikts) hafi vanhirt að leita um sættir með þeim Benedikt og lögmanni, þvi vera mætti, að hans sættaleitun vrði ekki svo vanhirt, sem vera mætti að sín hefði sýnzt áður á Akureyri. Að lyktum kveðst hann banna prestum þeirra að taka þá eða konur þeirra til alt- aris, áður en þeir sætzt hefði. Minnir þá á fallveltu lífsins og gætaþess meðantimi sé lil. Og að öllu eru bréf þau mjög andleg. En þótt menn viti elcki, bvernig óvild þessari lauk, má ætla, að sáttum yrði á komið að kalla, en sagt er, að ærinn rígur væri jafn- an með Sigríði og konu lög- manns, Guðrúnu. 4. Drukknun Eggerts Jónssonar á Ökrum. Eggert bjó nú á Ökrum í Blöndulilíð í Skagafirði. Hann var son Jóns eldra, sýslumanns í Haga, Magnússonar, sýslumanns í Ögri. Hafði Jón búið i Haga á Barðaströnd og liaft Dalasýslu. Eggerl var lögréttumaður og var auðugur; ])ótti bann og héraðs- ríkiir. Var hann því af sunuun

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.