Dvöl - 21.01.1934, Síða 6

Dvöl - 21.01.1934, Síða 6
4 D V Ö L 21. jan. 1934 beinum línum og sléttum flötum. Og inni í þeim mun það ekki hafa hógleg hægindi, postulíns- hunda né „Samlede Værker“ við- urkenndra höfunda (sem, ef til vill hafa ekki öll verið lesin)., heldur óbrotna húsmuni úr stáli, útvarp, kvikmyndarit og bækur um tækni og félagsmál (sem, ef til vill. verða ekki heldur lesin öll). Þar tísta ekki kanarifuglar, heldur ryksugur. — En þar vaxa ekki rósir í gluggum, — heldur kaktusar. — Og loks verður þetta fólk aldrað í funkishúsunum og hneykslast á ungdóminum, sem vill eitthvað annað. Unga fólkið er stundum erfitt, en aldrei leiðinlegt. Mér þykir vænt um það, og ég trúi á það, eins og ég trúi á framtíðina og hinn nýja tíma, sem það tilheyr- ir. — Jafnframt hefir það ýmsa ágalla. Hvaða kynslóð hefir ekki haft þá? En þeir sem dæma æsk- una, — og það heyri eg marga gera, nú eins og jafnan áður, — verða fyrst að muna til sinna ungu daga og þar næst að gæta þess, að dómur um unga fólkið er dómur um eldri kynslóðina og hæfni hennar til uppeldis. — Hver kynslóð ber merki þess upp- eldis, sem hún fær, og aðeins heilbrigt þjóðfélag með hreinþró- uðum mönnum eignast hrausta, prúða og hamingjusama æsku.— Pálmi Hannesson. I Jólin og hún móðir mín. Yndislega móðir mín! Á morgun, þegar sólin skin, ég ætla að setja upp jólalín og ég ætla að hoppa i bóli þín, því nú er ég ungur í annað sipn og upplyfti tungu í himininn. Ég ]>ekkti þig lítið, móðir rniín! En mér er svo ört og heitt til þín og því býr ástarþörf mín enn til þín, með trú á guð og menn, í minni ungu söngvasál með sorg í hjarta og englamál. Þitt hjarta skalf og hafði rétt við liimins lög á jörðu sett - þú máttir eiga og elska mig, sem aldrei mátti leiða þig, svo hönd mín átti ekkert hald og æslcan týndist guði á vald. í suðurlanda sól þú bjóst. í sorg af norðurhjara dóst. Nú fæ ég aðeins þakkað þér með þessum snauðu línum hér: ég elska þina mildu mynd af móðurtryggð og ástarsynd. Nri halda jólin hér í garð. — Þótt hlaði snjó í Vonarskarð á ég friðarfró og hlé og fagurt skraut á jólatré j

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.