Dvöl - 21.01.1934, Qupperneq 7

Dvöl - 21.01.1934, Qupperneq 7
21. jan. 1984 D V Ö L 5 Frá Spáni. »Þekkirðu land —« Á GullhæSum Frakklands eru landamerkin milli norðurs og suðurs, landamæri milli hita og kulda i Evrópu. Á sléttum Fralck- lands og norður eftir allri álfu er jarðvegurinn djúpur og myld- inn. Hafvindurinn flytur regn yf- ir löndin. Miklir skógar þekja héruðin, þar sem mannshöndin leyfir þeim að haldast við. En niður með Rón byrja Suð- urlönd. Þar er skjól móti vind- um liafsins og kuldum norðlægra landa. Þar er himinn löngum heiður, sólarhitinn sterkur, rign- ingar sjaldgæfar, en steypiflóð, þegar þær koma. Á mörg hundr- uð kilómetra svæði, frá Lyon og suður að Pyreneafjöllum, er vín- viður megin gróður landsins. Eftir því sem nær dregur Mið- og aðra móður eins og þig, sem elskar, græðir, leiðir mig. — Þótt skugga dragi á sól og sál fær söngurinn túlkað hjartans mál og lyftir dufti himinhátt í heiða stjörnuveldið blátt með ljóði í söng og söng við ljóð í sjöunda himinn, móðir góð. Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti. jarðarhafinu verður svipur lands- ins með meiri Suðurlandablæ. .Tarðvegurinn verður grynnri, víða standa gróðurlausar kletta- hæðir upp úr sléttunni. Skógar eru óvíða og ekki þróttmiklir. Sveitaþorpin standa þéttbyggð á sólbrenndum, gulleitum, gróður- lausum klettahæðum, umlukt af endalausum vínekrum. í Suður-Frakldandi, Ítalíu og Spáni minnir landslagið, lofts- lagið og gróðurinn á lýsingar þær, sem allir æskumenn kynnast í frásögnum biblíunnar um landið lielga. Mikill sólarhiti og litlar úrkomur við afskekktan hafs- lilula, Miðjarðarhafið, veldur því, að þessi lönd eru raunverulega meira nakin heldur en kaldari lönd. Þar sem skóginum hefir einu siiini verið eytt, á hann erf- itt með að vaxa aftur. Hýbýli manna eru fremur lág og lítil, þökin flöt, lítt búið um dyr og glugga til varnar móti kulda. Meiri stund lögð á að verjast of- urmagni sólarhitans. í dældun- um, þar sem er raki, og á lág- sléttunum, er landið frjótt. Þar vex hinn breytilegasti gróður. En á milli gægjast sólsviðnar klapp- irnar alls staðar fram, berar og fátæklegar eins og melarnir norður á íslandi. Hjá okkur

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.