Dvöl - 21.01.1934, Blaðsíða 16

Dvöl - 21.01.1934, Blaðsíða 16
14 D V ö L 21. jan. 1934 ur GuÖmundar prests að Nesi í Aðaldal, Bjarnasonar prests að Grenjaðarstað, Gamalíelssonar prests að Stað í Hrútafirði. Þrjár eru taldar dætur Jóns og Þuríð- ar: Katrín, Þuríður og Ólöf. — Jón hét maður, Guðmundarson, er bjó að Hellu á Árskógsströnd, stólsjörð frá Hólum. Hann var kallaður fjölkunnugur mjög, og með hindurvilni fór liann. Er hann og kallaður allillgjarn, að því er Árbækur telja. Um það var honum brugðið, að hafa ginnt Jón Rögnvaldsson, hróður Þorvaldar skálds á Sauðanesi á Upsaströnd, sem fyrst var hér hrenndur fyrir galdramál, að sagt er.1) 1) Jón Rögnvaldsson var brenndur á Melaeyrum í Svarfaðardal 1625. Jóni var gefið það að sök, að hann hefði vakið upp draug og sent hann manni á Urðum. Var sagt, að hann hefði drepið þar liesta og gert ýmsan annan skunda. Jón bar á móti sökinni, en blöð fundust hjá honum með rúnamyndum. Var þá ekki að sökum að spyrja, enda tók sá, sem ásóttur var, guð til vitnis um, að enginn hefði sent sér drauginn annar en Jón Rögnvaldsson. Engin líkindi fundust önnur gegn Jóni en rúnablöðin. Sagt var, að Jón Guðmunds- son á Hellu á Árskógsströnd hefði flækt Jón Rögnvaldsson við fjölkyngi, í því skyni að vinna mein Sigurði á Urðum, sem hafði kennt honum galdur, en hleypt svo fram af sér málinu þegar gamanið fór að grána, og víst er um það, að þeir voru óvinir upp frá þessu Þorvaldur á Sauðanesi og Jón á Hellu. (Uhs. 2302, 4lo). 2. Þrakk Benedikts og Sigríðar við Auðbjörgu. Nú skal geta að nokkru þeirra manna, er helzt koma við frá- sagnir ttm viðureign þeirra Jón- anna á Helltt og Skógum. Þá hélt Möðruvallaklaustur Benedikt Pálsson,1) sýslumanns Húnvetn- inga, Guðbrandssonar biskups á Hólum, Þorlákssonar. Benedikt liafði verið hertekinn af Tyrkj- um og verið fluttur annaðtveggja i Alcier eða Túnis. Skutu þá göf- ugir frændur hans fé saman hér á landi, 800 dala, og keyplu hann út. Kom hann við það út hingað aftur. Hefir liann jafnan mikill ágætismaður kallaður verið. Hann fékk konu þeirrar, er Sig- riður hét, og kölluð Jiin stórráða. Hún var dóttir Magnúsar, auðugs Itónda, Jónssonar að Sjávarborg í Skagafirði. Hún erltölluð svark- ur mikill og allólíkt farið þeim manni hennar. Hefir sagt verið, að hún spillti honnm því er hún mátti. - - Auðbjörg hét kona ein og var Gunnsteinsdóttir. Hafði liún verið griðkona þeirra Bene- dikts og Sigriðar. Var það þá eitt sinn, að þær Sigriður og Attðhjörg deiidu afarmjög, en ekki er þess getið, Iivað á milli bar. Skamm- yrti Auðbjörg þá mjög Sigríði, og svo Benedikt mann hennar. Kom illyrðantál þetta fyrir Þorlák Hólabiskup Skúlason og sætti hann mál þetta hinn 5. dag ágúst 1) U«nedikt fæddist 1668 o(j dó 1664.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.