Dvöl - 21.01.1934, Blaðsíða 14

Dvöl - 21.01.1934, Blaðsíða 14
12 n v Ö L 21. jan. 1934 komiS fyrir í stærstu búðinni í höfuðborg íslands. Við kvöldhlj ómleikana á Hótel ísland hitti eg mann, er færði í tal áfengisbannið, sem bráðlega gengur í gildi á íslandi. Sjálfur lók hann því sem verða vildi með bjargfastri ró og fullyrti, að það myndi sáralítil áhrif hafa á lífsvenjur manna i landinu. Ann- ars hafði hann sjálfur læknis- vottorð um það, að heilsufari hans væri þannig háttað, að hann mætti alls ekki án þess vera að drekka Wisky. Hann sýndi mér vottorðið. Alveg rétt! Þetta vott- orð gilti á Færeyjum og á íslandi. Hvað gagnar bann á móti svona vottorði? Á næsta ári mun hver íslendingur, sem nokkuð er að manni, vera lánsamur liandhafi að þvílíku skjali, sem auðvitað heimilar innflutning áfengis til eigin þarfa —- magans vegna, hver eð oftlegana sjúlcur er! Eg lærði gamla islenzka graf- skrift, og þó hún hafi kannslce aldrei verið letruð á neinn leg- steininn, þá gefur hún til kynna, að til er ástriða, sem er sterkari en dauðinn, og á móti henni megna engir tollheimtumenn né bersyndugir að standa, hvesu glaðlifandi sem þeir eru: Helltu líl úr einum kút ofan i gröf mér búna: Beinin min í brennivin bráðlega langar niína 1 Svo geng eg tii livílu og hefi með mér blað af Lögréttu, sem út koni í dag, til þess að lesa und- ir svefninn. Hvers vegna einmitt þetta blað, úr því mörg önnur blöð er hér að fá Og öll eru þau álíka erfið að skilja. Lesandinn getur gamnað sér við að stauta sig fram úr þessari frétt, meðan eg sef: ,,Árekstur á s.jó. Fyrir nokkrum dög- um rakst botnvörpungurinn „Dannebrog" á franska fiskiskútu hér úti fyrir og braut hana svo að hún sökk þegar, en skipsinönnunum var bjargað af botn- vörpuskipinu. í skútunni hafði verið mikið af fiski“. Það er mikil bölvuð eigingim- isöld sem við lifum á. Hver hugs- ar aðeins ttm sjálfan sig, en það hugsar sannarlega enginn um mig, nema ég sjálfur (Strix). Heyrir hann afi þinn illa? Hvort hann heyrir illa! I morg- un kraup hann á kettinum með- an hann gerði bæn sína.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.