Dvöl - 21.01.1934, Blaðsíða 15

Dvöl - 21.01.1934, Blaðsíða 15
21. jan. 1934 D V ö L 13 tslenzkar sagnir og kveðlingar E>áttur frá Jóni á Hellu, Jóni í Skógum og Jóni Eggertssyni. Eftír Gísla Konrádsson. [þáttur þessi er prentaður eftir eig- inhandarriti Gisla Konráðssonar i JS. 301, 4to. Þeir nafnar, Jón i Skógum og Jón á Hellu, voru nafnkunnir á sinni tið, og eru nokkrar sagnir um galdra- glettingar þeirra i þjóðsögum Jóns Árna- sonar og víðar. Jón Eggertsson frá ökr- um er nafnfrægur fyrir málaferli sin og deilur við ýmsa höfðingja. Hann var og sakaður um galdur, og kom það mál fyr- ir Alþingi. — Jón fæddist á ökrum i Skagafirði 1643. Var Eggert faðir hans sonarsonur Magnúsar prúða. Hann drukknaði i Héraðsvötnum 1656 eins og frá segir í þælti þessum. Jón var stór- örotinn gáfumaður, en lenti snemma i málaferlum og þótti harður viðskiptis. Talsvert er til af kveðskap eftir Jón, rímur og kvæði, þar á meðal allmergj- uð niðkvæði um óvini hans. Jón fór oft utan til að berjast fyrir málum sínum og sat um hrið i fangelsi í Kaupmanna- höfn. Árið 1689 fór hann til Sviþjóðar. Hafði hann áður útvegað Svíum nokkuð af handritum frá íslandi og fékk þvi góðar viðtökur. Eru ýms merk handrit, sem nú eru i Stokkhólmssafni, keypt þangað af Jóni Eggertssyni. Sagt er, að hann liafi verið skipaður borgarstjóri i Malmö, en dáið áður en hann tæki við þvi embætti. Hann dó í Stoklthólmi 1689 og var jarðaður á kostnað konungs.l 1. Frá Illuga presti. Illugi hét préstur, Helgason, er hélt Stað í Kinn norður. Hann var détturson Illuga prests í Múla, Guðiuundssonar, er þar bjó fram yfir 1580. Þeir Illugi prestur á Stað í Kinn og Sigurð- ur prestur .Tónsson sálmaskáld í Presthólum voru systrasynir. — Illugi prestur komst í ljótt mál. Hýddi hann stelpur tvær í kirkju við tíðir og fletti þær fötum, og voru kveðnar um háðvísur. Kom ]>að mál til biskups. Ritaði hann siðan þeim Hrólfssonum, Þor- bergi á Seilu og Sigurði á Víði- mýri í Skagafirði, er þá höfðu Þingeyj arþing. (Ekki hefi eg séð skjallega, hversu máli því lauk, en i sögnum er, að hann missti prestsskap og byggi síðan að Arnarvatni við Mývatn, og væri sá, er Illuga-Skotta var við kennd).1) Son Tlluga prests Helgasonar var .Tón, kallaður „lærði“, margfróður haldinn, bjó að Skðgum á Þelamörk í Vaðla- þingi. Ingibjörg Illugadóttir var systir .Tóns, er átti Grím, prest 'á Stað í Kinn um 46 vetur. Jón lærði í Skógum átti Þuríði dótt- 1) f prestaæfum er talið, að síra 111- ugi Helgason yrði prestur að Þóroddstað í Kinn árið 1608 og væri þar til dauða- dags, 1654. f málinu út af hýðingu kvennanna er sagt, að síra Illugi hafi fært það sér til varnar, að hann hefði „hrokkið hrísi um þeiira liaus en ekki daus“.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.