Dvöl - 20.01.1935, Síða 8

Dvöl - 20.01.1935, Síða 8
8 D V Ö L 20. jan. 1935 Hressandi kveðjur Eftir Moílie Faustman Þegar ég var barn, hafði ég sterka tilhneigingu til að „ganga um kring“ og miðla gleði. Þetta var löngu áður en „boyscout“-hreyfingin hófst, svo aðferðir rnínar voru algjörlega frumlegar — í þá daga. Það get- ur vel verið, að þær séu algengar nú. Ég hafði stöðugt hvetjandi og uppörvandi orð á vörunum: Ef ég mætti konu sem leiddi sér- staklega ófélegan krakka, nam ég staðar, horfði hug-fanginn á hann og hálf-stamandi lét ég í ijós að- dáun mína. En mæðurnar settu upp sólskinsandlit. Það brást aldrei. En einu sinni mistókst mér. Ég man vel eftir því, það var snemma morguns, og ég á leið til skólans. Við áttum fljótlega að fá sumarleyfi, og ég hoppaði af kæti niður götuna. Þá var það, að ég mætti frúnni með hundinn. Þetta var sá ljót- asti hundur, sem ég nokkumtíma hefi séð. Hann var lágfættur, dró kviðinn, annað eyrað var rif- ið og hann slefaði í þokkabót. Frúin sjálf var allt annað en giaðleg. Hér var nú verkefni handa mér. Ég fann hvöt hjá mér til að gieðja frúna: — Ó, hvað þetta er fallegur hundur! Lifandi skelfing getur hundurinn verið sætur! Er ekki gaman að eiga svona indælan hund ? Frúin leit á mig. Ég hafði sagt þetta í bezta skyni, bara til að þóknazt henni, þó það hinsvegar væri móðgun gagnvart hundinum. Og þær skammir! Ég tók til fótanna, en kerling Prammaði á eftir mér með uppreidda regnhlíf- ina í annari hendi en hundinn dró hún með hinni. Og hún hellti yfir mig bannfæringum. Þrátt fyrir þennan atburð hélt ég áffam að ávarpa fólk í hress- aridi tón. Reynslan sýnir, að ó- sannindi' og blekkingar geta gert kraftaverk, þegar um lífsgleði er' að ræða. Það var t. d. héma um daginn, að ég mætti Elísabetu. (Elísabet er það eina sýnishom sem1 ég þekki af yfirstéttinni. Hún er eins og gluggi, sem gefur mer út- sýn yfir ókunn svið). Við mættumst úti í yndislegri vorblíðunni. Blómin breiddu sig móti sólunni, og ég heyrði í anda Appolló leika á hörpuna ein- hversstaðar úti í geimnum. — Guð, hvað ég er þreytt, sagði Elísabet og horfði ósköp

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.