Dvöl - 20.01.1935, Qupperneq 11
20. jan. 1935
D V Ö L
11
F e i g ð
Eftir Johan Falkberget
[Johan Falkberget er fœdd-
ur 30" sept. 1870 í norðanverðum Nor-
egi, sonur fátœks málmnema. Hann
naut engrar menntunar og gerðist
sncmma námumaður. Sumar af hin-
um fyrri skáldsögum hans, svo sem
„Fimbulvinter" og „Urtidsnatt", sem
gerast meðal námumanna, eru skrif-
aðar meðan hann vann sjálfur að
þeim starfa.
Nú orðið má telja Falkberget eitt
af merkustu skáldum Noregs. Sumar
af beztu sögum hans eru: „Brœnd-
offer“, 1918, „Lisbeth paa Jarnfjeld“,
1915 og „Den fjerde nattevagt", 1923.
Falkberget skrifar á landsmáli].
Það leið að miðnætti. Bör Ena-
son fjallabúi stóð í skrifstofu
gamla læknisins og hisjaði upp
um sig skinnbuxunum.
Vetrarnóttin var köld og björt.
Það voru þykkar, krystallaðar
rósir á gluggarúðunum. Úti fyrir,
undir stjörnubjörtum himni, lék
skriðsnjórinn kringum húsið.
Inni í stofu gamla læknisins var
notalegt og hlýtt. Grenibútarnir
snörkuðu í ofninum og Gabríel
erkiengill, sem stóð ofan á gamla
Kirívariariofninum, var orðinn eld-
rauður. Heimasteypt tólgarkerti
vörpuðu daufu ljósi frá skrifborð-
inu út um stofuna. Mynd af forn-
um og fyrirmannlegum ofursta
hékk á einum veggnum milli kross-
aðra korða. Þessir merkilegu korð-
ar höfðu eitt sinn verið í eigu
ofurstans, En er hinn gamli stríðs-
maður fór til himnaríkis, skyldi
hann korðana eftir, þar eð þess-
konar hlutir eru ekki notaðir þar
í sveit, eins og hér á jörðunni.
Gamli læknirinn minntist þessa
oft, er vel lá á honum.
Bör Enason þorði ekki að setj-
ast niður. Honum virtist það ekki
ráðlegt. Stólarnir voru svo gljá-
andi fagrir og í setunum voru
rósaprjónaðar sessur. Það gat vel
verið að það settust hreinshár á
sessurnar af buxunum hans. Ekki
var ofgott að eiga við gamla
læknirinn ef í hann fauk, þó hann
ætti það ekki á hættu. Auk þess
var' hann á hraðri ferð og mátti
sem minnstum tíma eyða hér inni.
Fram undir Seljaás lá Sandra,
stúlkan hans, fyrir dauðanum.
Hann kippti í buxnahaldið.
Það var tvennt til, hvort hann
sæi hana hér eftir öðruvísi en á
líkfjölum og í kistu. Máske var
hún nú á þessari stund leyst við
þrautirnar og skilin við lífið.
Honum barðist grátur fyrir
brjósti.
Þá yrði hún ekki brúðurin hans
um næstu sólstöður, eins og þau
höfðu svo oft mælt sín í milli.