Dvöl - 20.01.1935, Side 12

Dvöl - 20.01.1935, Side 12
12 D V Ö L 20. jan. 1935 Ekki hér að minnsta kosti. — En klukknahljóðið .... Það var víst og áreiðanlegt. Klukknahljóðið það arria, sem barst norðan úr fjöllunum, boðaði ætíð feigð einhvers inn til heiða. Það brást ekki. I þetta sinn barst hon- um líklega til eyrna feigðarhljóm- ur Söndru. Gamli læknirinn var að útbúa meðöl handa henni. Hann var töfralæknir með meðöl, maðurinn sá. Mörg kraftaverk hafði hann gert um dagana. Það var sagt að hann blátt áfram gripi fólkið út úr kolsvartri eilífðinni, þó það væri hálfhorfið og jafnvel meira en það. Honum mislíkaði að láta trufla svefnfrið sinn, gamla manninum, nema þegar dauðinn var annars- vegar — eins og núna. Þá fann hann til ábyrgðar sinnar sem em- bættismaður konungsins. Hann leit alvarlegur og hugsi upp á mynd- ina af ofurstanum, móðurföður sín- um, meðan hann blandaði meðalið. Ekki hlýddi annað en hafa það eitthvað krassandi og sterkt handa þessum fjallabúum. Þeim dygði ekki allt. — Er þetta unnustan þín, Bör Enason? spurði sá gamli. Það voru ósköp að sjá hvað þessi finnapilt- ur var þungleitur. Læknirinn rótaði í skúffu og leitaði einhvers, er vantaði. Bör Enason greip um beltið og laut áfram. — Já, ekki er það langt frá því, svaraði hann. Að endingu hellti læknirinn nokkrum sterkuru dropum í glasið og tuggði í það taþpa. Har.n sagði Finnanum skilmerkilega fyrir um inntöku með&lsins og lagði ríkt á við hann að þess yrði gætt, að gefa ekki of marga dropa. Við skulum vona að þetta verði til að bjarga stúlkunni þinni, sagði hann að lokum. — Við sjáum nú til. Bör Enason stakk glasinu í buxnavasa sinn. Síðan dró hann upp skinnpung úr vasa sínum og var hann festur við vestið með festi brugðinni úr svörtu kvenhári. Hann kastaði hnefafylli af silfur- dölum á borðið. — Þetta er nokkuð mikið, mælti læknirinn og rétti að hinum aftur mikinn hlut fjárins. — Þú átt þetta, mælti Bör. Hann hafði þegar gripið um hrím- stamt handgripið á útihurðinni. — Taktu við þessu aftur, mælti læknirinn. Við skulum lofa þessu að bíða þangað til þú ert giftur maður, Bör Enason. Málrómurinn var vingjarnlegur, Bör hallaðist upp að dyrastafn- um þreytulogur á svip. — Eg þyrfti víst að verða það á þessari nótt. Það var svo hlýtt og þægi- legt hér inni. Úti var frost og tunglskin, en inni snarkaði i ofn- inum, og þess á milli heyrðust frostbrestir í veggjum stofunnar. Læknirinn gamli varð einnig þögull. Honum varð hugsað aftur í tímann. Riddarinn á bleika hest-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.