Dvöl - 20.01.1935, Síða 15

Dvöl - 20.01.1935, Síða 15
20. jan. 1935 D V Ö L 15 nótt inn á fjöllum. Hún stóð úti í smávöxnum seljuskógi og gaf hrein- kálfinum salt úr hendi sér. Niðri í daldraginu niðaði áin, og í hlíðinni glítraði í döggvotan bjarkarskóg- inn i lággengu náttskini. — Hvernig getur þú gleymt Söndru þinni, henni Söndru okkar. Hann þrýsti sér að hreininum. . . Sólin hækkaði á lofti.------- Bör Enason spratt á fætur. Hann þrýsti hnénu á ný að hálsi hreinsins og stálið blikaði í sólinni. Dýrið rak upp öskur og ætlaði að brjótast á fætur. Augu þess glömpuðu, en hnífurinn var hjaltafastur í hálsi þess og blóðboginn stóð upp með blaðinu. Nú orkaði hann engu fram- ar, engu nema því að deyja. Bör Enason kippti hnífnum út. Hann laut niður að stungunni og teigaði hreinsblóðið. Allt kjark- leysi var horflð. Hann rétti úr sér og hvessti augun inn yfirheiðarn- ar. Þessi rjúkandi rauði drykkur gerði hann hálftrylltan. Áður en 8ólin rynni bak við Seljaás, skyldi hann verða heima. Hann kastaði sér niður og sötraði seytlu þá er rann úr hálsi hreinsins. Hann fann síðasta titringinn í líkama dýrsins. Nú var hreininum hans borgið . Hann stökk á fætur fölur í and- liti, reif skíðin af sleðanum og spennti þau á sig. Svo tók hann stefnuna beint af augum yfir lyng- þúfur og brísa, yfir mýrasund, hæðir og hnúka. Áfram. Áfram upp hæðir og ása á jafnri þéttri göngu, niður Ung leikkona Myndin er af undrabarninu danska, Lille Connie. Hún er þriggja ára gömul, en hefir þegar leikið eitt aðalhlutverkið í stórri, danskri kvikmynd og tókst það svo vel, einstakt er talið í sinni röð. Lille Connie er fyrsti kvikmyndaleik- arinn, sem Danir hafa átt á þessum aldri og nýtur hún því mikillar aðdáunar hinna yngri bíógesta þar í landi. brekkur og bratta með kófið upp af stafkringlunum. Það var langt undir Seljaás í dag. Ásarnir voru

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.