Dvöl - 24.02.1935, Blaðsíða 6

Dvöl - 24.02.1935, Blaðsíða 6
6 D V Ó L 24. fcbr. 1935 Höll forsetans í Finnlandi „Náðugi herra, góði, náðugi herrau, greip frú Brinkala fram í, „segið ekki meira, ég veit það án þessu. „Ilvað eiginlega á þetta allt að þýða?u sagði vinkona mín föl og utan við sig. „Það þýðir þaðu, sagði ég, „að þetta er herbergið mitt, bækurnar mínar, og að þessi frú hefir gert herbergið mitt að útlánssal að mér fornspurðumu. Vinkona mín hné niður á stól. „Almáttugur!“ stundi hún upp eldrauð í framan. „Ég er þá búin að ganga um herbergið yðar í heilan mánuð! Ó, hvílíkt hneyksli! Með venjulegum næmleik eldri konu sá nú frú Brinkala, að henni var ofaukið hér. Hún yfirgaf her- bergið og lét okkur ein eftir. „Svona fór þáð þáu, sagði ég 1 mjúkum ávítunartón. „Þér vilduð ekki koma inn í herbergið mitt, en eruð þá búnar að vera þar hvorki meira né minna en þrjátíu sinnum. En nú verðið þér kyrrar? „Hvað leyfið þér yður,“ sagði vinkona mín snúðugt, og lézt vera móðguð, „hér í bókasafninu!u Ilún varð samt kyr. En þegar við yfirgáfum herbergið, tók ég eftir nýju spjaldi á hurðinni, Nú stóð þar skrifað: Lokað vegna jarðai farar. | Það mátti sjá, að húsmóðir mín var við öllu búin. Þegar við vorum að fara niður stigann, lreddist frú Brinkala á eftir mér og hvíslaði ísmeygilega: „Nú vona eg að þér séuð ekki lengur reiður við mig, þó að eg lánaði út bækurnaru, Nei, þær fara ekki allar í fötin hennar frú Brinkölu. Axel Guðmundsson^þýddi.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.