Dvöl - 24.02.1935, Blaðsíða 10

Dvöl - 24.02.1935, Blaðsíða 10
10 D V Ö L 24. febr. 1935 »Ástandið er mjög ískyggftegt«, segir í öðru Þjóðólfsbréfi, »ekki einungis fyrir þá, sem fyrir skað- anum hafa ofðið, heldur einnig fyrir hina, sem hafa orðið að taka aðra að sér, án þess að hafa von um endurgjald. Giskað er á, að skaðinn muni nema 50—60 þús. kr.«. »Eignatjónið er fjarskalegt«, segir í Austra, daginn eftir flóðið. »Margir hafa misst hér ale:gu sína, standa uppi allslausir og hafa ekk- ert fyrir sig og sína að bera. Yfir 60 manns eru heimilislausir«. Eignatjónið var síðar metið af sýslumanninum í Norður-Múla- sýslu, ásamt tilkvöddum, gagn- kunnugum mönnum á 55.600 kr. Er það mikil fjárhæð, miðað við verðgildi peninga á þeim tíma. Strax og þessi voðaatburður var kunnur var hafin fjársöfnun um allt land, til styrktar þeim, sem fyrir tjóninu höfðu orðið, og síðar var henni haldið áfram bæði í Noregi og Danmörku. Safnaðist allveruleg upphæð og kom hún að góðum notum. Þennan vetur féllu fleiri snjó- flóð úr Bjólfinum og fjöllunum við Seyðisfjörð, en ekki urðu aí þeim neinar teljandi skemmdir, þó einhverjar á hjöllum og útihúsum. Rúmri viku eftir mikla flóðið á Seyðisfirði féll snjóflóð á Nausta- hvamm í Norðfirði. Þar var þá tví- býli. Bæjarhúsin grófust í fönn, en flóðsins varð vart frá öðrum bæjum og tókst að bjarga öllu fólk- inu á öðrum bænum, eftir að það hafði verið 7 klst. í fönn. Á hin- um bænum fundust tvö börn lif- andi, en gömul kona og tvö börn á 1. og 2. ári voru önduð. Móðir þeirra var fjarverandi, er slysið bar að höndum og átti hún kalda heimkomu. Kýr, hestur og nokkr- ar kindur fórust í sama snjóflóði. Um líkt leyti tók snjófíóð í Mjóa- firði fjárhús með 40—50 kindum og spyrnti öllu saman langt fram á sjó. Víðar féllu snjóflóð á Austfjörð- um þennan vetur, en þessi ullu mestum skaða. Eins og sagt var frá áður í grein þessari voru 18. þ. m. liðin 50 ár frá snjóflóðinu mikla á Seyðisfirði. Merkilegt verður það að teljast, að einmitt sama dag 25 árum seinna, 18. febr. 1910, gerðist sams- konar atburður, engu minna sorg- legur, í Iinífsdal vestra. Þann dag féll snjóflóð þar á þorpið og varð 19 mönnum að bana, meiddi marga og olli stórfelldu eignatjóni. 18. febr. er að því leyti merkis- dagur, að þann dag hafa orðið tvö mestu mannskaðasnjóflóðin á Xs- landi. Þ. Þ.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.