Dvöl - 24.02.1935, Blaðsíða 9

Dvöl - 24.02.1935, Blaðsíða 9
24. febr. 1935 D V Ö L 9 ur og brothljóð endurvörpuðust tnilli fjallanna með fárlegum kyngikrafti. Jörðin nötraði og út á firðinum reis há alda undan flóðinu. Þeir, sem ekki höfðu lent í flóð- inu, hófu þegar eftirgrennslan um það, hvort manntjón hefði orðið af völdum þess. Margir fundust í rústunum, beinbrotnir og lim- lestir, án þess að geta lið sér veitt. »Barn eitt, sem náðist, var að sjá andvana, kalt og hálfstirðnað, en lifnaði við lífgunartilraunir lækn- is vors. Margir voru særðir meira og minna, svo sem handleggsbrotn- ir, viðbeinsbrotnir m. m. Var það mikið lání í óláni, að hér naut læknis við (cand. Bjarna Jensson- ar)«, segir í bréfi frá Seyðisfirði um þessar mundir og síðar var birt í Þjóðólfi. Þegar gengið hafði verið úr skugga um það svo öruggt þótti, að fleiri myndu ekki á lífi af þeim, sem lentu í flóðinu, kom í ljós að 24 manneskjur höfðu farist, En »mælt er að tala þeirra, er fyrir flóðinu urðu hafi verið 64 í það heila tekið, en flestir eða því nær allir meira eða minna skemmdir,« segir í Suðra. Eitt af þeim húsum, sein lentu í flóðinu, var Apótekið, eign Mark- úsar Johnsen, sonar Ásmundar prófasts í Odda. — Sjálfur fannst Ásmundur dáinn í rústun- um, liggjandi í rúmi sínu. Hafði húsið fallið yfir hann og kramið fil dauða á svipstundu. * Annað hús, sem eyðilagðist í snjóflóðinu, var veitinga- og brauð- gerðarhús Tostrups bakara, en það lenti einnig í snjóflóðinu 1882 eins og fyr hefir verið sagt. Tostrup og kona hans sváfu í herbergi upp á lofti í húsinu og björguðust þau á þann undursamlega hátt, að þau gátu skriðið út um gluggann. upp á bryggju um leið og húsið fór framhjá. Annars hefðu þau fylgt húsinu út á sjóinn og er þá ólíklegt, að þeim hefði orðið bjarg- að. Dóttir sína, 17 ára gamla, misstu þau í flóðinu. Meðal þeirra, sem fórust í flóð- inu, var Valdimar Þorláksson Blön- dal verzlunarmaður og kona hans, Guðrún Bjarnadóttir. Höfðu þau giftst um haustið og byggt sér nýtt hús á öldunni. Lík hennar fannst seinna og var mikill skurð- ur yfir þvert andlitið. Hafði hann orsakast af því, að hún var með brauðhníf í hendinni, þegar flóðið ruddist fram og hann á einhvern hátt lent í andliti hennar, Eignatjónið, sem hlauzt af snjó- flóðinu, varð geysimikið og margir misstu aleiguna. »Þau bágindi og eymd, sem af þessu leiðir«, segir í Þjóðólfsbréfinu, »eru ósegjanleg. Allir þeir, sem af komust og hús- in áttu, eru eignalausir með öllu; húsin með því, sem í þeim var, var þeirra aleiga. En ekki ein spýta í þeim heil, heldur mestur partur kominn í sjóinn, því öllu spyrnt mölbrotnu út í hann«.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.