Dvöl - 12.05.1935, Blaðsíða 2
2 D V
Kýmnisögur.
Eins og títt var, um og eftir
aldamót, var mikið af myndum
af Kristi og Maríu mey í húsum.
Eitt sinn kom kona til nágranna-
konu sinnar og sá mynd af Maríu
mey á veggnum, og var hún að
dázt að hvað myndin væri falleg.
Varð þá húsmóðurinni að orði:
„Já, hún hefir víst verið tekin af
Maríu sálugu mey, ungri, þessi
mynd“.
— Þama er ekkjan hans Pét-
urs sáluga.
— Já, ég þekki hana. IJún varð
svarthærð af sorg þegar hún
missti manninn.
— Hversvegna mistirðu vinn-
una í verksmiðjurmi?
— Það var verkstjóranum að
kenna. Hann var einn af þessum
náungum, sem ganga um iðju-
lausir með höndur í vösum cg
eru engum til gagns.
— Hvers vegna rak hann þig?
— Af einskærri öfund. Hann
sagði að allir sem kæmu inn í
verksmiðjuna hlytu að halda að
ég væri verkstjórinn.
— Hugsið þér nokkumtíma um
það, að í raun og veru er líf vort
í stöðugri hættu?
— Já, oft.
— Og að við alltaf þurfulm að
G L 12. maí 193j
vera við því búnir að yfirgefa
þennan jarðneska eymdadal
— Þetta er nákvæmlega
sem ég segi oft á dag.
— Hvað? Hefi ég þá ánægju
að tala við stéttarbróður? Ég er
prestur.
— Nei, ég er umboðsmaður
iíftryggingafélags.
K e n n a r i n n: Sjáið nú til,
börnin góð: Ef við hugsum okkur
að höfuðið á mér isé jörðin og
lampinn, sem hangir beint ofau
við mig sé sólin, þá hljótið þið
að skilja, að þegar ljósið á lamp-
anum! fellur lóðrétt á höfuðið á
mér, þá er hádegi hjá íbúunum.
— Það gleður mig að kynnast
yður, herra málaflutningsmaður,
ég hefi heyrt svo mikið um yður
talað.
— Já, en þeir geta ekkert a
mig sannað.
— Pabbi, ég á að spyrja Vl%
hvað klukkan sé?
— Hún verður þrjú eftir tíu
mínútur.
— Já, en mamma vill vita
hvað hún er núna.
RITSTJÓRN DVALAR
annast um stundarsakir Vigfús
mundsson og þórarinn þórarinssOu>
og ber að snúa sér til þeirra
allt sem Dvöi kemur við.