Dvöl - 12.05.1935, Blaðsíða 4

Dvöl - 12.05.1935, Blaðsíða 4
í D V Ö L 12. mai var einnig fleira, sem bundið var þessari stundu. Nokkur undanfar- in ár hafði hann verið leynilega trúlofaður Huldu Stefáns. Ef söng- ur hans yrði rómaður þetta kvöld, myndi hann geta sungið oftar og hagnast efnalega. Þá væri annari þrá hans fullnægt, — þá gæti hann gengið að eiga Huldu., Ást hans á listinni hafði eigi lokað hjarta hans fyrir hinni mannlegu ást, eins og svo oft vill verða fyrir ungum lista- mönnum. — Stundin var að koma. Eftir rúmlega eina mínútu átti hann að fara fram á sviðið. Fólk- ið myndi klappa, forspilið hefjast og svo kæmi söngurinn! — Krist- inn var svo glaður og hugfarginn í draumum sínum, að hann var þess fullviss, að sér myndi takast all- áheyrilega. Allt í einu hrökk hann upp úr draumum sínum við það, að stúlk- an, sem annaðist aðgöngumiðasöl- una, hálf-kallaði í dyrunum: »Er Kristinn Karlsson, söngvari hér?« »Hann er hér,« svaraði hann og gekk til hennar. »Þér eruð beðinn að koma fljótt til stúlku, sem heitir Hulda Stef- áns, því að hún hefði meiðst hættu- lega!« sagði stúlkan og hvarf úr dyrunum. Það var eins og tvíeggjað sverð væri rekið í gegnum tilfinningaríkt hjarta hins unga, káta söngvara við þessa fregn. Hann gekk að stól og kastaði sér niður á hann. Kald- ur sviti spratt út á enni hans og varirnar kipruðust saman. Guð minn góður! Hvað þetta gat níst hann sárt! Hulda! hvers vegna þurfti þetta að koma fyrir núna, einmitt á þessari stundu. Heilla- stundin var allt í einu orðin að o- heillastund! Köld og tilfinninga- laus virtust örlögin hafa slegið hjarta hans með eiturvafðri svipn sinni! Vegna ástarinnar varð hann nú að færa stóra fórn, — hann varð að fórna frægð sinni á altari ástarinnar. Hann varð að aflýsa söngnum. Með því hlaut hann a^ vekja óánægju meðal fólksins, ef til vill vekja reiði meðal þess, sem yrði síðan til þess að vekja mótstöðu gegn honum á framtíðai"' braut hans. Tvö öfl börðust ör- væntingarbaráttu í huga hans- Annað var hin mannlega ást, en hitt var frægðin. Ástin varð yfir' sterkari. — Hann stökk upp a^ stólnum, þerraði svitann af enni sér. Hann hafði tekið ákvörðun-’ Hann varð að aflýsa söngnum! Þ&ð var bezt að ljúka því af sem allra fýrst. — Hann slagaði að litlu dyr' unum, sem lágu inn á leiksviðið- »Eigum við að fara inn alveg strax?« spurði sá, sem ætlaði a^ leika undir söng hans. »Nei, bíðið þér. Ég ætla einn,4 stamaði hann og opnaði dyrnar- Þegar hann steig fyrsta sporið inn fyrir dyrnar, sortnaði honum fyr*r augum. En hann harkaði af sél'- Þegar hinn ungi, glæsilegi söngv' ari birtist á sviðinu, braust frap1 dynjandi lófaklapp, sem virtis1 eins og þungur fagnaðarniðnr-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.