Dvöl - 12.05.1935, Blaðsíða 14
14
D V Ö L
12. maí 1035
John Galsworthy
Um aldamótin síðustu koru
rithöfundurinn Joseph Conrad
einu sinni í heimsókn til kunn-
ingja síns. I fylgd með honum
var ungur, lítt þekktur lögfræð-
ingur, sem fékkst eitthvað við
ritstörf. Hann hét John Gals-
worthy. Conrad var í ljómandí
skapi og lét dæluna ganga, en fé-
lagi hans sat og hlustaði á og
lagði fátt til málanna. Þegar þeir
kvöddu húsráðanda, sagði Gals-
worthy: „Ég er ekki eins mikill
bjáni og ég lít út fyrir að vera“.
Sú varð líka raunin á, að John
Galsworthy sat ekki alltaf þegj-
andi hjá. Það leið ekki á löngu
áður en hann fór að leggja til
málanna. Um þessar mundir var
hann mjög hrifinn af Turgenev
og varð fyrir miklum áhrifum
frá honum. Hver bókin kom nú
á fætur annari. Hann skrifaði
leikrit og sögur, bæði stórar og
smáar; einnig nokkuð af kvæð-
um. Á árunum 1900—1920 komu
út eftir hann níu langar sögur,
ellefu styttri sögur, tólf leikrit
og um hundrað smásögur og rit-
gerðir, auk nokkurra kvæða. Sýn-
ir þetta bezt, hver afkastamaður
hann var.
Galsworthy skrifar um landa
sína, stéttirnar og einkenni
þeirra, einstaklingana og eigin-
leika þeirra. Hann hellir úr skál-
um sinnar bitru hæðni yfir á-
girnd og aurasýki, hégómaskap
og fastheldni á ævagamla siði og
ósiði. Hann býr til trúarjátningu
fyrir lágaðalinn, fóikið, sem held-
ur og vill, að heimurinn verði
eins og hann er og um fram allt
eins og hann v a r, fólkið, sem
trúir á föður sinn og föðurföður
sinn og föður-föðurföður sinn,
íolkið, sem trúir á sjálft sig og
son sinn og sonarson sinn og á
landskikann, sem það býr á og
það heldur, að muni aldrei að ei-
lífu ganga úr eign ættarinnar.
En Galsworthy skrifar um
fleira en galla mannanna og smá-
sálarhátt. Ilann getur skiiið sig
írá þeim flokki manna, sem „lít-
ur út eins og hann viti allt, en
veit í rauninni ekkert“. — Og
hann getur misst sjónar á
maurapúkum, sem ekki kæra sig
umi að „vinna sálu sína og bíða
við það tjón á eigum sínum“.
Hann dregur upp myndir af
mönnunum og mannlífinu, eins
og það er fegurst og glæsilegast,
hann syngur lífinu lofsöng í
gleði þess og sorgum, sælú þess
og kvöl. Hann lýsir ástinni milli
karls og konu, þessu óumbreyb-
anlega, sígilda fyrirbrigði svo
dásamlega, að fáir munu lengra
hafa komizt, og penni hans mál-
ar afdrif hins táldregna og von-
svikna þannig, að ekkert nema
hinn hrollkaldi veruleiki fær