Dvöl - 12.05.1935, Blaðsíða 10

Dvöl - 12.05.1935, Blaðsíða 10
10 D V Ö L 12. maí 1935 Um stjörnuspeki Eftir JÓN ÁRNASON. Plánetumar. Sólin. — Stjörnuspekin telur sól- ina með plánetunum, því hún at- .hugar áhrif hennar á jörðina og líf- ið á henni ekki síður en þeirra, enda er það í mörgu tilliti enn létt- ara, eins og gefur að skilja, því al- ment verða menn varir þeirra á- hrifa meira en nokkurra annara. Sólin er lífgjafinn. Hún viðheld- ur öllu lífi í sólkerfinu. Vekur hún starfið og dugnaðinn og orkuna í öllu, mönnum og dýrum, jurtum og jafnvel í steininum, því allt, sem til er, er undir áhrifum hennar og fær endurnæringu sína og við- hald frá henni. Er hún hin mikla óþrjótandi orkulind afls og hreysti. Ræður hún ljónsmerki, hjartanu og hægra auga.: Táknar hún konunga, menn í háum stcð um, yfirmenn allskonar, og alla þá, er hafa mannaforráð og þá, er starfa í þjónustu stjórnarinnar og héraðsstjórna. Að öðru leyti sýnir merkið, sem Sólin er í hvert, sé lífsstarf þess manns sem um er að ræða. Táknar hún einnig föður og einstaklingseðlið. Gullið er málmur hennar og sunnudagurinn er dag- ur hennar. Tunglið. — Samkv; mt venju- legum stjörnuspekiskýringum tákn- ar það tilfinningalífið. Alveru- fræðilega skoðað táknar það móð- urina og efni það hið smágerva í ljósvakanum, sem í eru mótaðar frummyndir mannslíkamans. Er það sambandsliður á milli anda og efnis, á milli jarðarinnar og Sólar- innar, meðal annars með því, að það endursendir jörðinni geisla Sól- ar á nóttum. Stendur Tunglið í nánu sambandi við persónuleikann, málmur þess er silfur og litur þess silfurhvítt — og fjólublátt og dag- ur þess er mánudagur. — Telst Tunglinu almenningur allur, allt hið kvenlega, móðirin, húsfreyjan, ferðalangar, sjómenn, fiskimenn, þjónustufólk, eldabuskur, hjúkrun- arfólk; einnig trúhoðar, hús og landeignir. Stendur það einnig í nánu sambandi við drauma, mið- ilshæfileika og þ. h. Merkúr er sá, sem hugsar. Hef- ur hann náið samband við tauga- kerfið, er breytilegur og að vissu leyti opinn fyrir áhrifum. Málm- ur hans er kvikasilfur og litur hans er gv.'k Ræður hann miðviku- aegi. — Tilheyra honum tungan, hendurnar, hugsanalífið, mfinni, mál, f” -;ðsla, bræður, þjónar allir, ritað mál, blöð, bækur, bréf, boð- berar, ritarar, kennarar, rithöf- undar, fregnritarar, ritstjórar, verzlunarerindrekar, ræðumenn, bóksalar o. fl. Er hann pláneta þekkingar, en mjög fer sá hæfi- leiki eftir því, hver sú pláneta er, sem hefur sterkasta afstöðu til

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.