Dvöl - 12.05.1935, Blaðsíða 15

Dvöl - 12.05.1935, Blaðsíða 15
12. maí 1935 D V O L 15 betur gert. Hann kennir í brjósti um allt, sem líður og þjáist: fu'glinn í búrinu, fangann, bein- ingamanninn — aJlt. En verk hans, stór og smá, og hvað, sem annars má um þau segja, hafa öll þetta sama til síns ágætis,: handbr(agð ritsnillings- ins, eldmóð tilfinningamannsins; þau sverja sig í ættina við mik- ilmennið, stórskáldið. John Galsworthy var fæddur árið 1867. Hann las lögfræði, cn varð brátt gripinn afbókmennta- áhuga og helgaði mestan tíma sinn ritstörfum. Hann átti alla æfi við góð kjör að búa; vinir hans elskuðu hann, lesendurnir dáðu hann, bókmenntaheimurinn beið með óþreyju eftir hverri nýrri bók frá honum. Galsworthy var duglegur göngumaður og þótti gaman að fara í gönguferðir með vinum sínum. Á einni af slíkum ferðum hittu þeir unga, fallega stúlku, sem var svo feimin, að hún þorði ekki að líta á þá, en horfði allt- af niður til jarðar, meðan þeir töluðu við hana. Það var þessi stúlka, sem skapaði Megan í huga skáldsins, þessari gönguför var að þakka, að „Eplatréð" varð til, það yndislegasta af öllu yndis- legu, sem finna má í ritum hans. John Galsworthy lézt árið 1932 og var almenn hluttekning sýnd við fráfall hans. Skömmu fyrir dauða sinn veittist honum mesti heiður og virðingarvottur, sem Þinghúsið í Ottawa rithöfundi má veitast — bók- menntaverðlaun Nobels. En löngu, löngu áður hafði honum hlotnast hið eftirsóknarverðasta, að eignast aðdáendur , eiga ítak í sálum lesenda sinna — fólksins.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.