Dvöl - 12.05.1935, Blaðsíða 12
12
D V
Ö L
12. mal 1935
dagur. Líkamshlutar hans eru kálf-
arnir, skinnið, öklar, hægra eyra,
tennur, og beinabyggingin yfir höf-
uð; einkum liðirnir og miltið. —
Veikindi hans stafa frá kulda,
vöntun á þreki o. fl. Lifa sumir
Satúrnusarmenn á landbúnaði,
húseignum, mönnum, kolavinnslu,
skcgarhöggi o. fl., skipa embætti
í héraðs- og sveitastjórnum, eru
ráðherrar, þmgmenn o. þ. h., „sum-
ir eru ýfirþjónar, framkvæmda-
stjórar, gæzlu og umsjónarmenn.
— Satúrn er pláneta ellinnar, bind
ur, takmarkar, er íhaldssöm, sein,
hæg og . síngjörn. — Er Satúrn
bezt settur í vog, skotmanni, stein-
geit og vatnsbera, en illa settur í
krabba og fiskum og hefir þar
slæm áhrif.
Úran. — Er því haldið fram, að
hann sé hærri áttund af Merkúr.
Táknar hann viljann, sem ræður
yfir hinu lægra eðlL — Hann er
því hugrænn, loftkenndur, tauga-
næmur, kaldur, breytilegur og ó-
frjór. Er litur hans dökkblár. Ekki
er kunnugt að hann ráði sérstök-
um degi og hverskyns málmum er
ekki fullvíst, en þó mun það vera
úraníum og radíum. 1 líkama
mannsins ræður hann að vissu
leyti heilanum og- taugunum. Þó
birtast áhrif hans frekar í tauga-
vökvanum eða lífsþróttinum held-
ur en í taugabyggingunni -sjálfri.
— Úranusarmenn eru þeir, sem
hafa ýmsum störfum að gegna fyr-
ir almenning, sumir opinberir em-
bættismenn teljast honum, einnig
fornbóksalar og þeir, sem selja alls-
konar gamla muni, þeir, sem vinna
að tilbúningi rafáhalda, raffræð-
ingar og þess háttar menn, þeir,
sem stunda dulfræði ýmiskonar,
vissir vísindaiðkarar og þeir, sem
vinna í nýjum, áður óþekktum
starfsgreinum eru undir áhrif-
um hans, einnig dávaldar, haus-
kúpufræðingar, stjörnuspekingar,
sálarrannsakendur ,og lófalesarar.
— Áhrif hans, hvort sem þau eru
góð eða ill, koma nálega allt af ó-
vænt, og gera jafnaðarlega ekki
boð á undan sér. Úran er kaldur
eins og Satúrn, hefir dugnað og
sterkar tilfinningar eins og Mars,
og hugsanalíf eins og Merkúr. —-
IJrans-veikindi eru mjög marg-
brotin og nálega ólæknandi nema
með dáleiðslu og nýjum lækninga-
aðferðum og stundum eru þau af-
leiðing af taugaveiklun eða kulda,
eins og Satúrnusarveikindin. —
Úran er sá, sem vekur til æðra
lífs.
Neptún, Hann táknar marg-
breytni eða hina mörgu gagnvart
hinum Eina, Hann táknar einnig
óskapnaðinn (kaos). Fannst hann
fyrst árið 1846 og er þar af leið-
andi minnst þekktur af öllum plán-
etunum auk Plútós, sem.er nýfund-
inn, sjá hér að framan. Virðist
hann hafa mest áhrif á hið fljót-
andi efni og halda sumir, að hann
hafi sterkust áhrif í fiskunum.
Hefur hann meiri áhrif á tillinn-
ingalífið en hugsana, er breytileg-
ur, óstöðugur, þokukendur, óákveð-