Dvöl - 12.05.1935, Blaðsíða 9

Dvöl - 12.05.1935, Blaðsíða 9
12. maí 1935 D V Ö L 9 til að gefa þér,' en það hefir sjálfsagt brotnað. Ég var annars að hugsa um að gefa þér lysti- snekkju. En hvað sem því líður, hver er það, sem nú getur lifað rólegu lífi og gifzt ríkum og skynsömum manni, i stað þess a'ð búa með svona bjána eins og mér? Það er hún Annetta mín! Þetta voru síðustu orð hans og það hefir ef til vill verig þeirra vegna að Annetta tveim árum síðar var orðin þreytt á ekkjulífi sínu og lítilfjörlegri stöðu, sem skrifstofustúlka, og giftist hús- bónda sínum, herra Ecland. Hatm var alvörugefinn, rólyndur cg iðjúsamur maður. Þau fóru í brúðkaupsferð til Norður-Frakk- lands og þegar þau komu heim, sagði hann, hátíðlegur og alvöru- gefinn: — Kæra Annetta. Ég vil láta þig vita, að ég hefi í hyggjú að byggja handa okkur skrauthýsi. Þar setjumst við að og þurfum aldrei þaðan að flytja. Á hverju sumri förum við til hans Edgars frænda míns í Compiegne og eyð- um þar sumarleyfi okkar. Á hverjum vetri förum við til Beau- lien og dveljum þar í þrjár vik- ur. Á hverjum afmælisdegi þín- um gef ég þér eina dýrmæta perlú. 1 hvert skipti, sem hag- ur minn leyfir, sel ég bifreiðina, senl við eigum þá, og kaupi aðra kraftmeiri og skrautlegri í stað- inn. Þú munt þannig lifa lífi þínú umkringd öllum hugsanlegumj þægindum. Þú getur verið örugg, þú hefir ekkert að óttast. An- netta, kysstú mig. Hún kyssti hann. En þegar hann var farinn, fór um hana hrollur, er hún sá ókomna æfi sína eins og sléttan, breiðan veg framundan. Hún kveið fyrir, að þurfa alltaf að búa í samá hús- inu. Hún kveið fyrir því, að þurfa alltaf að taka á móti gjöfum, er bún vissi fyrirfram hverjar voru. Hún kveið fyrir því, að hafa nú íramvegis nóg af Öllu því, er hana hafði vantað meðan hún var gift André. Henni sámaði, að vita það ekki fyrr en nú, hvern- ig hann hafði auðgað líf hennar með fyrirhyggjuleysi sínu, glað- værð og kæruleysi, eyðslusemi sinni og æskubrekum. Þegar herra Ecland kom heim um kvöldið, fann hann konú sína í hnipri í hægindastól, baðaða í tárum. — Góða Annetta mín, sagði hann gremjulega. Hvað á þetta að þýða. Ertu veik. — Nei. — Vantar þig nokkuð? — Nei. — Hefir nokkur gert á hluta þinn? — Nei..1— Hefi ég brotið nokk- uð gagnvart þér ? — Nei. — Hver er það þá, sem er óskyn- samur? Hún leit á hann stóruim, hrygg- um augum: — Hún Annetta — hans. En herra Ecland skyldi alls ekki, hvað hún átti við.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.