Dvöl - 12.05.1935, Blaðsíða 7
12. maí 1935
D V Ö L
7
A n n e t t a
Eftir Germaine Beaumont
Þegar Annetta giftist honum
André Roland, gerði hún sér á-
kveðnar hugmyndir um fjár-
hagsástæður manns síns og
framtíðarhorfur. En ekki var
meira en mánuður liðinn af'
hjónabandi þeirra, er hugmyndir
þessar voru að engu orðnar.
Óþrjótandi bjartsýni var það
eina, er André átti af jarðnesk-
um auðæfum, og afleiðing þess-
arar bjartsýni var sú, að í öllum
erfiðleikum var þetta viðkvæði
hans: — O, við höfum' okkur ein-
hvemvegin fram úr því! Og það
var engu líkara en þessi orð
byggi yfir einhverskonar dular-
fullum1 krafti, því í raun og veru
„höfðu þau sig alltaf einhvern-
vegin fram úr því“, þó stundum
skylli hurð nærri hælum.
Það leið sem' sé enginn mánuð-
ur svo til enda, að André kæmi
ekki heim, með þessum ólýsan-
lega kæruleysissvip, er helzt má
sjá á hvolpum, er hafa t. d. brot-
ið dýrmætt skrautker. Annetta
beið þess föl og titrandi að ó-
sköpin dyndi yfir. — Jæja, litla
stúlkan mín, enn er allt í voða.
En taktu það ekki nærri þér,
elskan mín, við höfum okkur
einhvemvegin fram úr því. Held-
urðu ekki að forstjórinn hafi
sagt m'ér upp í dag!
— ó, André! Enn einú sinni!
Hvað eigum við að gera?
— Nákvæmlega það sama og
mánuðinn sem leið! Það varð svo
sem ekkert að þér þá, eða hvað,
og þá ekki að mér heldur! Þá
skalt sjá, að þetta lagast allt.
Eins og nú standa sakir, er það
aðalatriðið, að við verðum að
flytja héðan. Þessi íbúð er of
dýr. Við þurfum að fá aðra ó-
dýrari. Hver er það, sem hefir
bara gaman af því, að þurfa að
flytja? Hún Annetta mín! Hver
er það, sem er fegin að þurfa
ekki lengur að horfa á þessa
skrautlegu en leiðinlegu stunda-
klukku? Hún Annetta mín! Hver
er það, sem er alls; ekki reið
lengur við hann André sinn?
Auðvitað hún Annetta mín- Hver
er það, sem elskar mig, þrátt
fyrir allt? — Það er hún Ahnetta
þín, sagði hún og fleygði sér í
faðm hans.
Hún tók saman dót þeirra og
flutti úr Vesturbænum í Norður-
bæinn, eða úr Norðurbænum 1
Austurbæinn, eða úr Austurbæn-
um í Suðurbæinn, eftir því, sem
hentaði í hvert sinn. Á sama
tíma flögraði André frá raf-
m’agnsverzlun í niðursuðuverk-
smiðju, frá niðursuðuverksmiðju
að pappírssölu, frá pappírssölunni
að blaðamennsku, þaðan til að
selja sápur og ilmvötn og þannig