Dvöl - 19.05.1935, Síða 2

Dvöl - 19.05.1935, Síða 2
2 D V Ö L 16. maí 19ÍJ5 Kýmnisögur 1. skáld: Heflr þú orkt kvæðið, sem birtist í Miðdagsblaðinu í dag? 2. skáld: Já. 1. skáld: Ég hefi heyrt því hrósað mjög mikið. 2. skáld: Það þykir mér vænt um að heyra. 1. skáld: Já, það er alstaðar fullyrt, að kvæðið sé eftir mig. Húsfreyjan: Var það ekki sex punda lax, sem þú veiddir á laugardaginn? Húsbóndinn: Jú, að minnsta kosti það. Húsfreyjan: Það er eins og vant er hjá þeim í fiskbúðinni, þeir reyna allt af að ná meira en þeim ber með réttu. Þeir gera okkur reikning fyrir átta punda laxi. K e n n s 1 u k o n a n : Ef ég fer í vasa manns til að ná í peninga, livað er ég þá? T e 1 p a n: Konan hans. Kennslukonan: Qeturðu sagt mér hvað átt er við með því að segja að Karl tólfti hafi verið ein- valdur? T e 1 p a n : Hann var ógiftur. S t ú 1 k a n : Ég er viss um að þér erúð ekki einn af þeim, sem eiga kærustu í hverri höfn. Sjómaðurinn: Já, því er yður óhætt að treysta. Ég hefi t. d. aldrei komið til Buenos Ayres. — Hm, — bréf með Borgarrönd ------já, það er svo sem auðséð að hann Hansen vinur minn er dáinn — ég þekki skriftina hans. Tveir vinir hittust eftir langan aðskilnað. Eftir að þeir hafa skipzt á algengum kveðjuorðum, segir annar þeirra: — Ég heyri sagt að það só sérlega vingott milli þín og dóttur læknisins, þar sem þú átt heima? — Hvaða bölvuð vitleysa, við erum gift fyrir löngu. Skoti nokkur þjáðist af tannverk og fór til tannlæknis til að láta draga úr sér. Eftir að læknirinn hafði athugað tennur Skotans, skýrði hann honum frá að margar þeirra væri svo ekemmdar og að þær þyrfti að taka, og myndi það kosta 18 kr. með deýfingu en 12 kr. án hennar. Eftir að Skotinn hafði hugsað sig um stundarkorn ákvað hann að láta taka tennurn- ar án deyfingar. Læknirinn byrj- aði nú á verki sínu, en er hann hafði tekið fjórar tennur ieið yfir sjúklinginn. Þegar hann vaknaði úr yfiriiðinu spurði hann strax: Var þetta deyfing? — Nei. — Jæja, þá skulum við halda áfram. — Hefirðu selt mikið síðan þú byrjaðir að mála? Málar’i’n’n: Já, já! Heilmik- ið! tírið t mitt, þrennan alfatnað og allar bækurnar mínar. Prentsmiðjan Acta.

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.