Dvöl - 19.05.1935, Side 3

Dvöl - 19.05.1935, Side 3
10. maí 1986 D V ö L i T ómthúss-Bjössi Eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson (16 ára) Þetta var á föstudaginn langa. Himininn var skýj aþungur og hrannaður og jörðin var alþakin drifhvítri lausamjöll. Dálítii gola. Skaflæðingur. Gnauðandi brimhljóðið gaf tii kynna að þá og þegar gæti skoll- ið á ofsaveður. Og Tómthúss-Bjössi kafaði ó- færðina og blés og másaði. Hann var á leið út að Felli. Þar bjó presturinn. Tómthúss-Bjössi var digur og riðvaxinn. Tilsýndar minnti hann ónotalega mikið á sauðsvartan bandhnykil. Öðru hvoru nam hann staðar, kastaði mæðinni og tautaði við sjálfan sig. Hann var nú kominn yfir sextugt, karltuskan, og það þurfti ekki að undra, þótt lífsfjör. ið væri farið að segja af sér; enda hafði hann unnið óslitið um dagana. Bjössi átti heima alllangt frá öðrum bæjum, í kofaskrifli á granda niðri við sjóinn. Þar bjó hann tómthússbúskap með Rönku konu sinni. Bæði voru orðin ellihrum og þau höfðu neyðst til að segja sig til sveitar fyrir ári síðan. — Allir vita hvað það er rnikið gleðiefni fyrir gamalmenni. Og nú var ekkert að bíta eða brenna í kotinu. Vetrarforðinn, sem hreppsnefndin hafði úthlutað þeim var algjörlega þrotinn. Þess vegna var Bjössi á leið til prests ins að leita liðsinnis hans. Séra Tómas var þó hreppsnefndarodd- viti og gat hjálpað þeim ef hann vildi. Hann var heldur ekki svo fátækur, drottinsþjónninn. 1 dag hafði orðið messufall, vegna þess að allir bjuggust við óveðri, svo að blessaður prestur- inn hlaut að hafa tíma til að tala við hann. Svo hafði þetta komið fyrir, með Rönku. Hún var veik. Ekki dugði að láta hana liggja hjálparlausa og svanga. Ef til vill þyrfti hún læknis- hjálp, og ef til vill meðöl. Máske þetta yrði líka hennar síðasta lega? — Bjössi gamli nam staðar, snýtti sér og tautaði í skeggið. Hann var nú kominn langleiðis og inn- an stundar átti hann að standa biðjandi fyrir framan séra Tómas. Sér var nú hver gleðin í ellinni! Jæja. Ekki skyldi hann bresta kjark. Ednú .sinni þekkti hann séra Tómas, en það var bara svo langt síðan .... þá var hann al- mennt kallaður Tommi litli, enda var hann bæði lítill og skítugur — og gáskafullur í tilbót; sonur fá- tæku hjónanna í Garði. Þá höfðu

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.