Dvöl - 19.05.1935, Síða 16

Dvöl - 19.05.1935, Síða 16
16 D V Ö L 19. maí 1935 upp úr brjóstvasanum á slitna yf- irfrakkanum sínum. „Þessi er ágætur“, sagði hann með óttalega hárri röddu, og þegar hann kom að þeim næsta, „þessi er nú ekki slæmur heldur, bara aðeins of þykkur“. Allan tímann leit hann út eins og hann væri fastákveðinn í að kaupa að lokum einhvern af þessum búð- ingum, og ég er viss um að hon- um kom aldrei í hug, að hann væri á nokkurn hátt að gabba verzlunina. Aumingja karlinn! Ef til vill hafði liann tapað eig- um sínum og varð nú að láta sér nægja að smakka svona á búð- ingunum i stað þess að hafa efni á, eins og í gamla daga, að velja bezta búðinginn og bera hann heim undir hendinni. Gamli maðurinn var svo aum- kunarverður og átti svo illa heima í ös hins glaðlega og vel- megandi fólks, sem var að kaupa til jólanna. Allt i einu fékk ég á- kafa löngun til að gera góðverk, en slík tiltæki valda svo oft sárs- auka í stað gleði. Eg gekk til hans og sagði: „Fyrirgefið, herra minn, viljið þér gera mér greiða? Leyfið mér að kaupa lianda yður einn af þessum búðingum. Mér þætti vænt um, ef ég mætti það“. Hann hrökk við, eins og ég hefði stungið hann með hníf og blóðið þaut fram í hrukkótt and- litið. „Afsakið“, sagði hann, og í röddinni fólst meira stolt en ég hefði getað búizt við af honum, eftir hinu tötralega útliti að dæma, „ég held, að ég hafi ekki ánægjuna af að þekkja yður. Þér hafið vafalaust tekið mig fyrir einhvern annan“. Svo tók hann á- kvörðun í skyndi, sneri sér að búðarstúlkunni og sagði hátt og skýrt: „Viljið þér gera svo vel að láta utan um þennan hérna. Ég ætla að fá hann“, og benti á einn stærsta og dýrasta búðing- inn. Stúlkan varð steinhissa, en bjó svo um búðinginn. Gamli maður- inn tók nú upp úr vasa sínum smáveski, svart og' velkt og fór að telja peningana fram á borðið til þess að bjarga „heiðri“ sínum, réðist hann í kaup, sem hann hafði engin efni á að gera, og vegna þessa yrði hann að öllum líkindum að neita sér um margt annað. Ég þráði heitt að geta tekið aftur hin lítt hugsuðu og ó- viðeigandi orð mín. En það var um seinan, og ég fann, að það bezta, sem ég gat gert, var að fara burt. „Þér borgið þarna við púltið“, sagði búðarstúlkan, en liann virt- ist ekki skilja hana, heldur reyndi stöðugt að koma peningunum í lófa hennar. Það var það síðasta, sem ég sá eða heyrði til gamla mannsins. Nú getur liann aldrei komið þangað framar til þess að smakka á rúsínubúðingum. Þ. G. þýddi.

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.