Dvöl - 09.06.1935, Qupperneq 7

Dvöl - 09.06.1935, Qupperneq 7
y júni 1935 D V Ö L » Konan sem gerði við stólana Eftir Gay de Maupassant. Það var á heimili de Bertrans markgreifa, um það leyti semi veiðitíminn byrjar. Miðdegisverði var lokið, ellefu veiðimenn, átta hefðarkonur, allt ungt fólk ásamt héraðslækninum, sat við stórt, lýst borð, þakið blómum og ávöxt- im. Það fór að tala um ástamál, en af því spunnust miklar umræð- ur, sem aldrei fyrnist yfir, um það, hvort sönn ást sé möguleg aðeins einu sinni eða mörgum sinnum. Dæmi voru tilgreind um menn, sem’ aðeins höfðu elskað einu' sinni, og önnur um þá, sem elskað höfðu oft og heitt. Karlmennirnir álitu yfirleitt, að þessi ástríða gæti oft náð tök- um á sömu persónu, eins og sjúk- dómur, og aðkastið gæti orðið því verra, ef hindranir yrðu fyrir. Þó að þessi skoðun á málinu væri ómótmælanleg, þá fullyrtu kon- urpar, sem byggðu skoðanir sínar á skáldskap, frekar en athugun, að ást, sönn ást, hin mikla ást, gæti aðeins einu sinni komið yfir hvern einstakling og slíkt væri eins og elding, og það hjarta, sem einu sinni hefði orðið snortið af slíku, yrði ávalt eftir það svo snautt, rúið og visið, að engin sterk tilfinning, ekki einu sinni draumur, gæti fæðst aftur í því. Markgreifinn, sem ekki hafði verið við eina fjölina felldur, barðist ákaft gegn þessari skoð- un og mælti: — Ég fullvissa ykkur, að mað- ur getur elskað oft af öllu hjarta cg allri sál. Þið talið um menn, sem hafið fyrirfarið sér út af ástamálum, sem sönnun þess, að ekki ex1 hægt að elska aftur. Þá vil ég segja, hefðu þeir ekki íramið slíka flónsku, sem svifti þá öllum möguleika til jafnvægis, þá hefðu þeir jafnað sig, og orð- ið ástfangnir aftur og aftur allt til endadægurs. Það er líkt á komið með þeim, sem elska og drekka; þeim sem hafa orðið drukknir, drekka aftur, þeir sem hafa elskað, elska aftur, — þetta er u n d i r eðli hvers og eins k o m i ð. Fólkið kaus nú læknirinn sem dómara. Var hann maður við ald- ur og hafði stundað sjálfstæðar lækningar í París, en síðan dreg- ið sig í hlé til sveitakyrrðarinnar. Hann átti að gefa úrskurð sinn, en hann mælti aðeins: „Eins og markgreifinn segir, þá er þetta komið undir eðli hvers og eins, en hvað mig snertir, þá hefi ég þekkt mikla ást, sem hélzt sam;- fleytt í fimmtíu og fimm ár, án þess að nokkur dagur breytti

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.