Dvöl - 09.06.1935, Qupperneq 8
4
D \
9. júní 1935
Ö L
henni, ást, sem aðeins e n d a ð i
í dauðanum“.
Markgreifafrúin klappaði lóf-
um fyrir þessu. „Hve indælt, já
hvílíkur draumur væri það að
vera elskaður þannig! Hvílík
hamingja, að lifa í fimmtíu og
fimm' ár umluktur af svo sterkri
og heitri ást. Hve hamingjusöm
og glöð hlyti sú persóna að hafa
verið í lífi sínu, sem þannig var
dýrkuð.
Læknirinn brosti og mælti: „Já
vissulega, frú, en yður skjátlast
ekki nema í því eina atriði, að sá
er fyrir ástinni varð, var karl-
maður. Þér þekkið hann, það var
hr. Chouquet, lyfsali í borginni,
og konuna þekktuð þér líka. Það
var gamla konan, sem gerði við
stólana, hún kom venjulega til
lrastalans árlega, en ég skal nú
skýra nánar frá þessu".
Hrifning kvenfólksins var nú
horfin. Andlit þeirra virtust
segja: ,,Svei“. Svo greinileg var
óbeit þeirra, alveg eins og óhæfa
væri að ástin félli öðrum í skaut
en þeim fáguðu og fyrirmann-
legu, sem einir væru verðir eftir-
tektar af efnastéttunum.
Læknirinn hélt nú áfram: „Fyr-
ir þremur mánuðum var ég sótt-
ur að banabeði þessarar gömlu
konu. Iíún hafði komið kvöldið
áður, í vagni sínum, sem jafn-
framt var hús hennar. Vagn
hennar var dreginn af aumum
húðarklár, sem þér hafið séð, og
fylgdu henni tveir stórir, svartir
húndar, vinir hennar og varð-
menn. Sóknarpresturinn var þar
einnig; hún útnefndi okkur sem
löglega umboðsmenn sína, og til
þess að kynna okkur mikilvægi
hinna síðustu óska sinna, sagði
hún okkur æfisögu sína. Ég
þekki ekkert einkennilegra né
viðkvæmara mál. Foreldrar henn-
ar gerðu einnig við stóla, hún
hafði aldrei átt heima í húsi á
föstum grunni. Þegar hún var
smábarn hafði hún gengið í tötr-
um, rifnum og skitnum. Þau
dvöldu í úthverfum smábæjanna.
Við limgarðana leystu þau hest-
inn frá vagninum, og meðan hest-
urinn tók niður og hundurinn
svaf fram á lappir sínar, þá lék
litla stúlkan sér í grasinu, en
foreldrar hennar gerðu við alla
gamla stóla þorpsins, í skuggum!
álmviðarins við veginn. Það voru
litlar samræður í þessu umferð-
arhreysi. Eftir að ákveðið var
með fáum nauðsynlegum orðum,
hver skyldi ganga fram hjá hús-
unum og hrópa „Við gerum við
stóla“, þá var tekið til að flétta
hálminn, og ef svo vildi til að
barninu varð reikað of langt, eða
það reyndi að slást í leik með
þorpsbörnunum, þá heyrðist hin
reiðilega rödd föðurins segja:
„Komdu strax, ormurinn þinn“!
Þetta voru einu hlýju orðin,
sem hún fékk- Þegar hún varð
eldri, var hún látin safna
skemmdum stólbotnum, og lenti
hún þá stundum1 meðal þorps-