Dvöl - 09.06.1935, Page 19

Dvöl - 09.06.1935, Page 19
ö. júní 1935 D V Ö L 15 þekktist ekki, því annars biði viss tortíming- þeirra beggja. Þegar hinn bróðirinn sá hvern- ig komið var og ekki var um ann- að að ræða, fékkst hann loks til þessa, lét svo steininn í vegginn og fór heim með höfuð bróður síns. Daginn eftir kom konungur í fjárhirzluna, en varð meira en lítið hissa að finna þjófinn höfuð- lausan í gildrunni, en bygginguna heila og óskemmda allsstaðar og engin merki þess, að inn í hana hefði verið komið. I þessum vandræðum ákvað hann að lík hins látna skyldi liengt upp fyrir utan hallarvegg- iim. Voru varðmenn settir að gæta þess og var þeim skipað að taka Iivern þann höndum, er tárfelldi eða sýndi hryggðarmerki í návist þess, og skyldi sá hinn sami strax færður fyrir konung. Þegar móðir bræðranna heyrði að þannig hefði verið farið með lík sonar síns, varð hún sárhrygg og skipaði nú syni sínum að hafa einhver ráð og ná í lík bróður síns, og ef hann beitti sér ekki strax fyrir því, þá hótaði hún að ganga fyrir konung og segja honum, að hann væri hinn ráns- maðurinn. Sonur hennar gerði allt til þess að friða hana, en allar þær tilraunir hans voru árangurslaus- ar, hún hélt sér við efnið þar til hann varð loks að láta undan áleitni hennar, greip hann þá til þess bragðs, sem hér segir: Hann fyllti nokkra leðurbelgi af víni setti þá upp á asna, sem hann rak á undan sér, þar til hann kom' nálægt þeim slóðum, sem varðmennirnir gættu líksins, þá leysti hann böndin lítið eitt frá hálsunum á skinnunum, svo vínið lak töluvert niður. Rak hann nú asnana hjá varðmönnunum og hrópaði hátt og reif hár sitt og þóttist ekki vita á hvern af belgj- unum hann ætti að ráðast fyrst til þess að stöðva lekann. Þegar varðmennirnir sáu vínið leka, þá þustu þeir allir að ösn- unum og urðu harla glaðir. — Allir höfðu þeir ílát með sér, sem þeir héldu hér og þar undir lekanum. Eigandi vínsins þóttist nú verða reiðru og helti yfir þá skömmum, en við það brá þeim svo, að þeir gerðu allt til þess að frið hann, og loks virtist hann mýkjast og komast í dágott skap. Hann rak því asnana þarna út af veginum, tók ofan af þeim, og fór að reyna að laga belgina, og spjallaði við varðmennina á meðan, en einn af þeim tók nú að gera að gamni sínu við hann, svo hann fór að hlæja, og gaf þeim loks einn vínbelginn. Þeir ákváðu nú að setjast að sam- drykkju þarna á staðnum, og margbáðu hann að dvelja nú með þeim og drekka, svo hann lét loks undan og varð kyr hjá þeim. En við það að skála saman, varð kynningin betri, svo hann

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.