Melkorka - 01.05.1956, Blaðsíða 7

Melkorka - 01.05.1956, Blaðsíða 7
Rætt við Stefán Jónsson kennara oo- rithöfund O Eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur Ég lít inn í stofu 17 á efragangi í Austur- bæjarskólanum, þar ræður ríkjum kennar- inn Stefán Jónsson. Hann er niðursokkinn í að laga til í bókaskápnum sínum. Hefurðu tíma? spyr ég. Stefán brosir og segir að hann liafi alltaf nógan tíma. Eitt er víst að Stefán notar tíma sinn vel, því jafnframt því að vera duglegur kennari er hann með afkasta- mestu rithöfundum okkar. Hann hefur skrifað fjölda bóka fyrir börn og fullorðna bæði skáldsögur og smásögur auk þess mikið af kvæðum og vísum fyrir börn. Mætti vera að einhverjir muni enn kvæðið um hann Gutta, þá mun einnig flestum vel kunnugt hvaða fólk býr á Steinshóli og ekki má gleyma Hjalta litla, þó ég minnist ekki á fleiri þjóðfrægar persónur, sem Stefán hefur lagt okkur til. Þótt ég þekki svo vel þetta fólk, sem Stef- án hefur gert svo lifandi að það er partur af lífi okkar, finn ég þegar ég sit hérna í- stof- unni hjá honum að um hann sjálfan, mann- inn sem las sögurnar um Hjalta svo þýðum rómi í útvarpið, veit ég svo fjarska lítið — og mér verður fyrst að spyrja: Hvaðan homstu hingað? Ég er ekki neinsstaðar frá, en ef það væri eitthvað er ég helzt Borgfirðingur. Ég er fæddur á Háafelli í Hvítársíðu 22. des. 1905, en móðir mín var þá í vist þar. Hvar faðir minn var veit ég ekki, þau voru ekki gift. Löngu seinna giftust þau, þá var ég orðinn 14 ára. Eftir að ég kynntist föður mínum þótti mér vænt um hann. Ættfærslu for- eldra rninna sleppi ég alveg því um ættir Stefán Jónsson kennari þeirra veit ég svo geysi ntikið að þér þætti nóg um. Átturðu pd engin systkini? Þau dóu öll í æsku nema einn bróðir minn, sem náði þrítugu. Hvenœr fórstu svo að kenrui? Ég byrjaði árið ’33 liérna í Austurbæjar- skólanum og hef verið hér síðan. — En ritstörfin? Fyrsta sagan, sem birtist eftir mig var smásaga í Eimreiðinni, sem liét konan á klettinum. Hún hlaut verðlaun það árið. Mig minnir að það liafi verið 1930. Nokkr- um árum seinna kom út smásagnasafn með sama nafni. Ég vildi kalla það Konan á klett- inurn og fleiri sögur, en útgelandinn breytti því vegna þess, að sú saga hafði hlotið viður- kenningu. Ég lief alltaf skammast mín fyrir þá bók og þó sérstaklega fyrir verðlauna- MELKORKA 39

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.