Melkorka - 01.05.1956, Blaðsíða 23

Melkorka - 01.05.1956, Blaðsíða 23
Iftsclumenn 7)lellzo’ilzu Anna Sigurðardóttir, Útgarði, Eskifirði. Arnþrúður Björnsd., Heiðarv. 53, Vestm.eyjura. Auður Herlufsen, Hafnarstræti 11, ísafirði. Ester Karvelsdóttir, Ytri-Njarðvík. Gerður Sæmundsdóttir, Vinaminni Olafsvík. Guðrún Albertsdóttir, Hverfisgötu 9, Siglufirði. Gunnar Ólafsson, skólastjóri, Norðfirði. Pála Ástvaldsdóttir, Freyjugötu 10, Sauðárkróki. Ragnhildur Halldórsdóttir, Höfn í Hornafirði. Rannveig Björnsdóttir, Grænumýri 4, Akureyri. Rut Guðmundsdóttir, Sunnubraut 22, Akranesi. Sigríður Arnórsdóttir, Uppsölum, Húsavik. Sigríður Gísladóttir, Borg, Mýrum, Borgarfirði. Sigríður Líndal, Steinholti, Dalvík. Sigríður Sæland, Hverfisgötu 22, Hafnarfirði. Sigurður Árnason, verkstjóri, Hveragerði. Svandis Vilhjálmsdóttir, Eyrarvegi 5, Selfossi. Unnur Þorsteinsd., Vatnskarðshólum, Mýrdal. Þóra Stefánsdóttir, Egilsstaðaþorpi. Á ofangreindum stöðunr geta konur gerzt áskrifendur að Melkorku. er kosningin hvorki skylda né leynileg þegar ólæsir karl- ar eiga í hlut í þvf ríki Guatemala. í Portúgal verða konur að hafa æðri menntun, eða ef þær greiða skatt að vissu marki eins og karlar, þá verða þær að vera fyr- irvinna heimilis til þess að hafa kosningarétt. Konur i Sýrlandi þurfa að hafa vottorð um barnaskólamenntun til þess að mega kjósa, slíks er ekki krafizt af körlum. Konur hafa kosningarétt til bæjar- og sveitarstjórna eingöngu: i Bolivíu, Grikklandi, Haiti, Mexiko, Peru. Skv. skýrslu framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna hafa konur engin pólitisk réttindi i eftirgreindum lönd- um: Afganistan, Columbía, Líbanon, Liechtenstein, Nic- aragua, Paraguay, Arabiu, Sviss og Yemen. í Saudi Ara- bíu og Yemen hafa karlar heldur engin pólitísk réttindi. Indland Á síðasta ári samþykkti þingið að konur yrðu að vera 18 ára og karlar 21 til þess að öðlast leyfi til að gifta sig. Áður var aldursmarkið 14 og 18 ár. Nokkrir með- limir þingsins lýstu því yfir, að þessi hái aldur sem fólk væri nú bundið við „væri þjóðfélaginu hættulegur." Laukur veiíir verml íjegii sýklum Kunnur sovézkur líffræðingur, B. P. Topekin, hefur gert merkar tilraunir um lauk. í tilraunastofu sinni rannsakaði prófessorinn þúsund- ir jurta. Tilraunir hans staðfestu, að hvítlaukur, laukur, pipar og nokkrar aðrar jurtir voru máttugastar að eyða bakteríum. Til dæmis gekk hann úr skugga um það, að munnur- inn á þér dauðhreinsast ef þú tyggur þótt ekki sé nema lítinn hvítlauk. Allar bakteriur í munninum deyja sam- stundis. Laukur og hvítlaukur halda þessum eiginleika mjög lengi. í tilraunastofu Topkins prófessors var hvítlauksmauk geymt á undirskál í 200 klukkutíma og látið þorna upp. En strax og það var aftur gert rakt með vatni tók það að gefa frá sér „jurtastækju" eins og áður. í heimsstyrjöldinni notuðu læknar í Sovétríkjunum hvítlauksmauk með góðum árangri til að lækna ígerðir eftir leggjarnám við mjöðm, sem ekki vildi gróa. Þúsundir kvenna hafa verið læknaðar af legganga- þrota með rnauki af lauk, piparrót eða eini. Dr. F. Prótópópoff hefur lengi unnið að því að beita lauk og hvítlauk við lækningu berklaveiki. „Það hefur verið óhrekjanlega sannað," segir hann, „að jurtastækj- urnar sem hvítlaukur hefur að geyma vinna á berkla- sýklinum utan líkamans." „Að dómi margra vísindamanna," heldur hann áfram, „er það eitt áhrifaríkasta ráðið i baráttunni við lungna- berkla að gefa jurtastækju beint inn í barkann." Með þar til gerðri pípu er afmældum skammti af jurtastækjulyfi komið inn í barka sjúklingsins, svo að jurtastækjurnar baða allt innra borð lungnanna. Sumir berklasjúklingar hafa læknazt með þessari að- ferð, þeirra á meðal dr. Prótópópoff sjálfur. Mikið rannsóknarstarf hefur þegar verið unnið, en dr. Prótópópoff staðhæfir að það sé „aðeins byrjunin." Skömmu eftir síðustu aldamót var þjóðkunnur prestur að húsvitja. Kona hans var með í förinni. Var þeim víða vel fagnað. Allir vissu að kennimaður var gleðimaður mikill og frúnni þótti gott að fá sér hressingu. Eitt sinn er þau lögðu af stað frá góðu og gestrisnu heimili var frúin dálítið laus í söðlinum og eftir nokkurn spöl valt hún af hestinum. Fylgdarmaður ætlaði að verða fljótur til að konia frúnni til hjálpar, en þá er sagt að prestur hafi kallað: — Nei, nei, láttana liggja, láttana liggja. Ég fæ mér aðra. MELKORKA 55

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.