Melkorka - 01.05.1956, Blaðsíða 11

Melkorka - 01.05.1956, Blaðsíða 11
mikið. Við vorum að vísu svo heppin, að vera búin að koma húsinu undir þak, þegar bjargráðastarfsemin við útveginn hófst hjá ríkisstjórninni. En það var eftir að kaupa miðstöð og hreinlætistæki og yfirleitt allt innanliúss og auðvitað kom hækkunin á það. Annað mál er svo að áreiðanlega hækka lán- in til bygginga ekki í hlutfalli við annað, segja mætti mér meira að segja að þessar að- gerðir fremur dragi úr þeim en örvi þau. Þetta getur því haft hin verstu áhrif á hag allra þeirra, sem eru að byggja og gerir það eflaust. En svo við snúum okkur að öðru, hverjar ráðstajanir lieldur pú að eigi að gera eftir kosningar, ef sömu flokkar fara áfram með sijórn? Heldur þú að peir framkvœmi nýja gengislœkkun, eða eitthvert annað enn frumlegra „bjargráð,“ pað er auðséð að nú pykir mikils við þurfa að fá heimild til að sitja nccsta kjörtimabil, pegar pingið er rof- ið svona án sjáanlegs málefnaágrein\ings einu ári fyrir kosningar. Við getum búist við kröftugum „bjargráðum" eftir kosningar, fyrst pau, sem brugguð eru fyrir þœr, eru svona, eða livaða áhrif heldur þú að t. d. gengislœkkun og kaupbinding hefði á hag peirra sem eru að byggja hús? Ég skil ekki annað en að þá yrði búið með allar húsbyggingar hjá verkafólki, það yrði sjálfsagt erfitt að ljúka við hús þar á eftir, hvað þá að nokkur geti byrjað á byggingu. Ég skil ekki hvað yfirvöldin ætla sér með þeim ráðstöfunum að taka peningana alltaf frá þeim sem ekki hafa nema til hnífs og skeiðar, það hlýtur að enda með því að mað- ur hafi ekki einu sinni nóg að borða, en það er kannske það sem stefnt er að þó að það sé hart að trúa því. Já, finnst pér það ekki dcemalaust, að sjá aldrei önnur ráð til fjáröflunar en að fara ofan í vasa fátæliasta fólksins, einliversstaðar hljóta peningarnir að vera, það er ákaflega skrýtin rökfrccði að segja manni pað að út- gerðin sé alltaf á hausnum, pó að hún skaffi allan pann gjaldeyri sem inn i landið kemur, maður hlýtur að fá grun um að hér sé ekki allt með feldu, einhversstaðar sé eytt um efni fram, en við erum sjálfsagt sammála um að pað sé ekki verkafólkið, sem pað geri. Mikil, ósköp, það held ég að allir hljóti að sjá. Það sýnist nú líka liggja í augum uppi að það væri t. d. hægt að taka bíóin, svo eitt- livað sé nefnt og reka þau til hjálpar útgerð- inni eða einhverjum öðrum opinberum rekstri. Þar eru þó fordæmin fyrir hendi. Mér er sagt að t. d. elliheimilið í Hafnarfirði hafi verið byggt fyrir gróðann af bíóinu þar. En þetta virðist vera of langsótt bjargráð fyrir ríkisstjórnina til að koma auga á það. Hvernig lízt pér á kosningarnar? Mér finnst ekkert sjálfsagðara en að verka- fólkið standi saman á kjördegi eins og endra- nær þegar um hagsmuni þess er fjallað. Það er magnað að það fólk sem stendur saman í verkföllum og yfirleitt í allri sinni hags- munabaráttu skuli ekki geta staðið saman að því að koma að þeim þingmeirihluta að ekki væri þörf á verkföllum. En það er svona, fólk er svo hrætt við allar breytingar, af því að það hefur alltaf kosið þá menn á þing sem vinna á móti hagsmunum þess, finnst því ekki hægt að breyta til, því finnst mörgu það með öðrum orðum forlög að kjósa alltaf á móti hagsmunum sínum. Það skilur ekki að verkalýðsbaráttuna er hægt að heyja við kjörborðið og það með miklu betri árangri en á nokkrum öðrum vett- vangi. Nú virðist þetta harla auðvelt og áliættulaust, þingið situr aðeins fjögur ár og ef þingmeirihluti alþýðunnar stæði sig verr en sá er situr væri hægurinn hjá að kjósa hina næst. Ég þakka henni fyrir upplýsingarnar, en ekki fæ ég leyfi til að segja ykkur hvað hún heitir, hún segist bara vera ein af fjöldanum, hinum nafnlausa fjölda hins almenna verka- fólks, sem er að byggja sér þak yfir höfuð- ið og gengur að kjörborðinu á vori komanda til að leggja þar fram sinn skerf til íhlutunar um hvernig landinu verður stjórnað næstu fjögur árin. MELKORKA 43

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.