Melkorka - 01.05.1956, Blaðsíða 18
GALDRA-LOFTUR
Fratnh. af bls. 45
sig of góða fyrir hitt vinnufólkið en sorgin
þokar fyrir reiði og særðum metnaði. Maður
trúir ekki að hún meini kveðjuorðin, sem
hún sendir Lofti, en vilji neita síðustu
bragða til að koma við hann.
Helga Bachmann leikur Dísu innilega.
Hún er falleg og tekst vel að láta í ljós barna-
lega eftirvæntingu og sakleysi Dísu, maður
verður áskynja um fullvissu þess, sem aldrei
hefur misst neitt, að liann hljóti að fá allt.
Tortryggnin er enn ekki vöknuð. Samleik-
ur Lofts og Dísu var rnjög góður.
Biskupshjónin léku Edda Kvaran og Guð-
jón Einarsson, tilþrifalans aukahlutverk.
Ólaf vin Lofts og frænda Steinunnar lék
Knútur Magnússon og var frenrur klaufa-
legur og leiðinlegur, sé ég vart ástæðu til að
svo sé með Ólaf farið og óþarft að hann tuld-
ri hvert orð niður í bringu sína.
Einna minnisstæðastur verður þó Árni
Tryggvason, sem blindi ölmusumaðurinn.
Hann er leiddur inn af lítilli stúlku (Kristín
Waage) og sezt á bekk fremst á miðju svið-
inu. Hann starir biindum augum fram í
salinn og þau sjá áreiðanlega ekki neitt en
orðin eru töluð með dýpt og annarleika
blindingjans. Innlifun Árna er svo góð, að
þó liann snúi beint við áhorfendum bregzt
hvergi, að leikur hans er sannur. Það að
af vatni. — I’rjónið er teygt yfir derið og saumað vel á
innhverfunni.
Hökuböndin má hafa tvö, um 25 sm. löng, prjónuð
með þremur lykkjum, eða eitt breiðara band, prjónað
með fimm lykkjum, með hnappagati á endanum. Á
strákahúfu má hafa yfirdekkta tölu á hvirflinum: létt-
ast mun vera að hekla kringlu og sauma hana yfir stóra
tölu.
Þessi húfa er mjög teygjanleg og stærðin því nothæf
allt frá 8 til 11 ára aldurs; en auðvclt er að breyta
stærðinni með því að fjölga eða fækka um fáeinar lykkj-
ur { hverjum hluta húfunnar.
hann snýr beint við salnum og er fremst á
sviðinu, sýnir Iive óitræddur leikstjóri
Gunnar Hansen er og hversu annt honum
er að fá eins mikið út úr hlutverkunum og
unnt er.
Yfir allri sýningunni var mjög skemmti-
legur blær, búningar og sviðsskreyting bar
vott um gott skynbragð leikstjórans á stíl og
heildarsvipurinn rofnaði aldrei. Á Leik-
félagið þakkir skilið fyrir svo vandaða sýn-
ingu og einnig þá verðskulduðu athygli,
sem það veitir íslenzkum höfundum.
Listiðnaðardeild kvenna stofnuð við
Handíða- og myndlistaskólann.
SamkVæmt heimild í lögum um iðnskóla frá sl. ári
hefur verið ákveðið, að stofna tvær listiðnaðardeildir við
Handíða- og myndlistaskólann í Reykjavík. Er að því
stefnt, að kennsludeildir þessar geti tekið til starfa á
hausti komanda.
Onnur dcilda þessara er listiðnaÖardeild hvenna. Gert
cr ráð fyrir , að þar verði kenndur hvers konar vefnaður,
almennur vefnaður og margar greinir listvefnaðar. í
sambandi við kennsluna í vcfnaði mun kennd verða
vinnsla ísl. ullar, litun, litafræði, mynzturgerð, listasaga
(stílsaga) o. fl.
Er þess einnig vænzt, að kennsludeild jjessari verði
falið að sérmennta og brautskrá kennslukonur í vefnaði.
Aðrar kennslugreinir, sem gei't er ráð fyrir að kennd-
ar verði í listiðnaðardeild kvenna, eru m. a. jressar:
mynzturgerð, útsaumur (m. a. margs konar þjóðleg fsl.
saumtækni), Batik-myndgerð, sáldjjrykk (silkscreen) o. fl.
Kennsla í aðalgreinum, sem krefjast langs náms, mun
fara ftam í dagdeildum. Aðrar greinir verða kenndar á
síðdegis- og kvöldnámskeiðum.
Hin listiðnaðardeildin, sem nú verður stofnuð, er
kennsludeild hagnýtrar myndlistar. Þar munu m. a.
verða kenndar þessar námsgreinir: leturgerð, auglýsinga-
og vörusýningartækni. Ennfremur teiknun, málun, mót-
un, form- og litafræði með sérstöku tilliti til listrænnar
stílgerðar í hvers konar listiðnaði, cinnig heimilisiðnaði.
Auk þess svartlist (tréstunga, trérista, radering, litho-
grapie o. fl.).
„Hver skollinn, ég hef skilið veskið mitt eftir undir
koddanum."
„Ó, hvað gerir það, hafið þið ekki heiðarlega vinnu-
konu?"
„Jú, það er nú einmitt jrað. Hún fer auðvitað með
veskið til konu minnar."
50
MELKORKA