Melkorka - 01.05.1956, Blaðsíða 9

Melkorka - 01.05.1956, Blaðsíða 9
Til þin ung ég orti Ijóð, en árin fyrtia hverja glóð. Nú vegi skilja fönn og fjöll og fölnuð sumarblómin öll. Þó má enn hin kyrru kveld kanna minninganna eld. Þegar birta dagsins dvín i draumsins vin ég leita þin. Valborg Bents. \_______________________________________/ Finnst þér ekki kennslan hafa tekið of mikinn tima frá ritstörfum þínum? Ég veit ekki, ég skrifa mest á sumrin, en stundum hef ég líka verið í kaupavinnu. Kennslustarfið liefur kannske orðið þér til stuðnings, þannig að þú hafir sótt yrkis- efni þin i skólann? Nei, lítið lief ég gert af því. Ef til vill hef ég helzt sótt fyrirmyndir mínar í Borgar- fjörðinn og til minnar eigin barnæsku. Hitt er satt að það er kannske eitt og eitt barn, sem Jiefur orðið mér liugstæðara en lrin og um leið Jiaft álirif á verk mín. Þó eru Jang flestar persónur mínar lirein hugarsmíð. Það er rétt að þeir, sem umgangast margt fólk komast ekki hjá því að verða fyrir áhrifum alveg jafnt þó það séu börn — ég hef aðallega kynnzt börnum. Mig minnir að ég lrafi einhversstaðar les- ið um þig, að sumar bcekur þínar hafir þú skrifað á sjúkrahúsum eða i sjúkraleyfum frá vinnu. Er það rétt? Nei það lief ég aldrei gert. Hins vegar lief ég stundum verið skammaður fyrir að lesa of mikið af bókum, þá helzt misjöfnum, en ég held ég liafi aldrei skrifað staf. Einu sinni þegar ég lá sex vikur á Hvítabandinu tók ég nreð mér pappír. Ég ætlaði að nota tímann og skrifa, en það var ekki liægt. Það er ein- livern veginn ómögulegt að skrifa á sjúkra- liúsi. Þú varst fimmtugur í vetur. Gafstu nokk- uð út í tilefni þess? Það held ég ekki. Reyndar komu smásög- ur eftir mig fyrir jólin. Mér þykir alltaf gantan að glíma við smásagnaformið. Bókina kallaði ég Hlustað á vindinn. Mér hefði þótt gaman að rekast á einltvern, sem ltefði lesið bókina. Ég ltef ekki rekizt á neinn, sent það ltefur gert. Ertu með nokkuð nýtt á prjónunum? Ég geri ráð fyrir því að það komi fljót- lega saga eftir mig lijá ísafold, eða í haust. Annað er ekki um það að segja. Með hvaða sögu finnst þér nú, að þér hafi tekist bezt? Maður liefur ekkert vit á því, en líklega finnst mér Fólkið á Steinslióli einna bezt eða Mamma skilur allt (II. liefti af Hjalti litli). En hvaða bók er þér kœrust? Það kemur ltlik í augun á Stefáni, þegar ltann svarar: Ætli mér þyki ekki vænst um Hjalta. Kannske er það vegna þess að ég fékk svo mörg bréf víðsvegar af landinu, frá fólki, sem þakkaði mér fyrir og meðal annars fékk ég bréf frá konu, sem komin var yfir nírætt. Hún sagði, að sér fyndist hún lifa upp sína eigin æsku, þegar liún lilustaði á mig lesa um Hjalta í útvarpið — og þá var það að smá saman fór eitthvað að seytla um huga minn, sem mér þótti gott. Um leið og ég kveð Stefán tek ég eftir þvi, að hann er að taka til óskrifaðar arkir, svo ég spyr hvort hann œtli að fara að skrifa. Ég var kannske að Imgsa um að skrifa dálítið meðan ég biði í stofunni á eftir — um fólkið í Hvítársíðunni. Sá sem fáiast yfir þvi að konur viti ekki hvað þær vilji, þekkir ekki þær sem vita fyrir víst hvað þær vilja. Ef þú vilt lifa rólegu lífi, skaltu ekki segja það sem þú vcizt og ekki trúa því scm þú heyrir. MELKORKA 41

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.