Melkorka - 01.05.1956, Blaðsíða 21
stúdentinn sneyptur — Anjuta komst ekki
til að hreinsa í dag. Hún hefur verið önnum
kafin allan morguninn.
Þegar málarinn og Anjuta voru farin
lagðist Klotsjkov á legubekkinn og fór að
þylja fræðin. Honum varð á að sofna og
þegar hann vaknaði klukkustund síðar sóttu
að honum hvimleiðar hugsanir. Hann fór
að hugsa um það sem málarinn hafði sagt,
að menntaður maður yrði að vera hreinlát-
ur, og nú fannst honum þetta ástand sitt
viðbjóðslegt, óþolandi. Honum fannst
hann sjá inn í framtíðina þegar hann tæki
á móti sjúklingum, drykki te í rúmgóðri
stofu ásamt konu sinni, heiðarlegri konu.
Og nú fannst honum þvottaskálin með síga-
rettustubbunum andstyggileg. Nú fannst
honum Anjuta 1 íka ljót, sóðaleg, aum. Og
hann ákvað að skilja við hana — strax og
hvað sem það kostaði.
Þegar hún kom aftur frá málaranum og
ætlaði úr kápunni, reis hann upp og sagði
alvörugefinn:
Hlustaðu á mig góða mín . . . Seztu hérna.
Við verðum að skilja. í stuttu máli, ég kæri
mig ekki um að búa með þér lengur.
Anjuta var þreytt og af sér gengin, þegar
hún kom frá málaranum. Hún hafði setið
svo lengi fyrir, að andlitið virtist magurra
en ella, hakan meir framstandandi. Hún
svaraði ekki læknastúdentinum, varirnar
skulfu bara.
Þú hlýtur þó að sjá að fyrr eða síðar verð-
um við að skilja, sagði læknastúdentinn. Þú
ert svo góð stúlka, og óheimsk, þú skilur
það . . .
Anjuta hneppti að sér kápunni, lagði
saumana inn í pappír, tíndi saman þráð og
nálar. Pokann með fjórum sykurmolum tók
hún úr glugganum og lagði á borðið við
hliðina á bókunum.
Þér megið eiga — sykurinn — sagði hún
lágróma og sneri sér undan svo hann sæi
ekki tárin.
Hvers vegna ertu að gráta? spurði Klotsj-
kov.
Hann gekk til hennar og sagði hnugginn:
Þú ert indæl . . . Þú veizt það vel, að við
verðum að skilja. Við getum ekki verið
saman að eilífu.
Hún var með þessar litlu eigar sínar í
höndunum og sneri sér að honum til að
kveðja, og nú vorkenndi hann henni.
Það gerir svo sem ekkert til þó að hún
verði hér eina viku enn, hugsaði hann. Já,
hún getur verið hér nokkra daga til viðbót-
ar og svo segi ég lienni eftir viku að fara.
Og hann sagði fruntalega — dálítið gram-
ur sjálfum sér að hafa ekki meira viljaþrek
en þetta.
Hvers vegna stendur þú þarna. Ef þú
ætlar að fara þá farðu og ætlir þú ekki að
fara þá vertu kyrr og farðu úr kápunni!
Vertu kyrr!
Anjuta fór þegjandi úr kápunni, svo
þerraði hún tárin, einnig þegjandi, and-
varpaði og gekk hljóðlaust á sinn gamla
stað, í krókinn við gluggann.
Stúdentinn tók bókina og fór að ganga
fram og aftur um herbergið.
Hægra lunga samanstendur af þrem aðal-
hólfunr . . . þuldi hann. Efsta aðalhólfið nær
á framvegg brjóstliolsins niður á 4. - 5. rif-
bein . ..
En frannni á ganginum hrópaði einhver
fullum hálsi:
Grigorij, komdu með samóvarinn!
(1886) N. Ó. þýddi
Steinselja
Stcinselja cr mjög fjörefnarik og liana má þurrka eins
og ýmislegan annan gróður. Það eru lika margar hús-
mæður scm gera það. Kaupa þær steinseljuna í knipp-
um og hengja hana upp á þurrum og hlýjum stað, —
t. d. í miðstöðvarklefanum — og geyma hana til síðari
nota. Sumar hafa líka saxað hana niður og hnoðað hana
eða hrært.með smjöri, sem geymt er í glerkrukku. En þá
er aðeins hægt að nota hana í bræddu smjöri.
Bezt er þó að sá steinseljunni i garðinn sinn og þarf
ckki undir hana nema lítinn blett — svo sem feralin
(eða 75 cm.), fæst þá nægileg steinselja fyrir heimilið.
Sagt cr að ein teskeið af saxaðri steinselju daglega sé
nægilcgt fjörefni fyrir hvern mann.
MELKORKA
53