Melkorka - 01.05.1956, Blaðsíða 3

Melkorka - 01.05.1956, Blaðsíða 3
MELKORKA TÍMARIT KVENNA Ritstjórn: Nanna Ólafsdóttir, ReykjahliB 12, Reyhjavik, simi 3156 ■ Þóra Vigjúsdóttir, Þingholtsslrœti 22, Reykjavik, sitni 5199 Útgefandi: Mdl og menning Æviminningabók íslenzkra kvenna Menningar- og minningarsjóður kvenna he£ur látið gera mikla og fagurlega útskorna æviminningabók, og er fyrsta bindið komið út, 160 blaðsíður í stóru broti, og eru þar birt æviágrip 61 konu og er þar fremst sjálfs- ævisaga Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Með útkomu æviminningabókarinnar hafa íslenzkar konur eins og oft áður hafizt handa um merkilegt menningarstarf og verður hún einskonar íslendingabók hin nýja, því að þar munu geymast æviatriði og myndir allra þeirra kvenna sem Menningar- og minningarsjóði hafa borizt minningargjafir um, og verður því bókin ómetanleg heimild. Stofnandi sjóðs þessa var Briet Bjarnhéðins- dóttir, og stofnfé sjóðsins var aflrent af börnum hennar á 85 ára afmæli hennar, 27. sept. 1947. Tilgangur sjóðsins er að vinna að menningar- málum kvcnna á ýmsan liátt, eins og t. d. að styrkja ungar menntakonur til frekara náms og sérnáms í ýmsum greinum og að varðveita ævi- minningar íslenzkra kvenna, en aðaltekjustofn sjóðsins liefur verið sala merkja á afmælisdegi Bríetar, og hefur verið úthlutað styrkjum úr honum samtals um 200 þús. kr. Stjórn sjóðsins er skipuð fimm konum, kosn- um á Landsfundi kvenna fjórða hvert ár. í fyrstu stjórn hans voru kosnar: Katrín Thoroddsen, for- maður, Teresía Guðmundsdóttir, varaformaður, Svafa Þórleifsdóttir, ritari, Þóra Vigfúsdóttir, Matthildur Matthíasson. Núverandi stjórn skipa: Katrín Thoroddsen, formaður, Svafa Þórleifsdóttir gjaldkeri og framkvæmdastjóri sjóðsins, Ragnheiður Möller, ritari, Lára Sigurbjörnsdóttir og Auðtir Auðuns meðstjórn- endur. Ágúst Sigurmundsson hefur skorið spjöldin og kjöl æviminningabókarinnar, en Leifur Kaldal smíðað spenn- ur. Prentsmiðjan Hólar sá um prentun og allan frá- gang og ber þcssi sérstæða bók merki um vönduðustu vinnubrögð. MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.