Melkorka - 01.11.1957, Blaðsíða 5

Melkorka - 01.11.1957, Blaðsíða 5
Listakonan hjá einu af málverkum sínum ttiannsmynd væri engin teikning. Og það getur verið rétt. Það er annað sem ég er að yeyna að ná og það tekst stundum eftir Urekaðar tilraunir. Eitthvað sem gerir þennan mann. Það er öðruvísi með manna- myndir en með landslagsmyndir, en samt er aðalatriðið að fá rétta birtu. Svona eru l>ka landslagsmyndir. Um að gera að fá letta birtu og réttan stað. Það getur tekið nnklu lengri tíma að finna réttan stað í 1 ettri birtu en að mála sjálfa myndina. Svo ' erður að einbeita huganum á meðan mál- a^ er. Það þýðir ekki að hugsa sér að breyta PVl á eftir, það deyðir bara. Litbrigðin eru sv° nrörg. Og svo er heildarsvipurinn. Mað- llr getur ímyndað sér orgelleikara, hann hugsar um hvernig framhaldið verði meðan ,lann spilar. Annars kæmist hann ekki fram 1 verkinu. Þarna er til dænris mynd af ^ztakletti. Einliver myndi segja að það væru miklu fleiri sprungur og hellar í honum ’eldur en koma fram á myndinni og það er ^ELKorka líka svo. En heildarmyndin verður svona. Það eru smáatriðin sent hverfa. Þessi græni litur var svo sérstaklega grænn þetta surnar, mér fannst hann vera gulur í ár, það fer eftir árferði. Sagt er að hann verði svona af fugladriti. Þessi mynd af Yztakletti finnst mörgum of þung og dinrm. Ég tel hana mína beztu mynd. Þegar teknar eru ljósmyndir af þessum myndum má ekki skera neitt burt af þeinr, þá raskast jafnvægið, nraður er alltaf að reyna að setja allt á sinn stað. Þeir geta aldrei tekið nrynd af þessu svo það verði eins. Hvernig fer fyrir litunum þar? Þó að þeir liti eftirlíkingarnar ná þeir aldrei sönru litasanrsetningu og málarinn. Nei, það er aldrei hægt. Maður getur líka haldið tveim- ur eftirlíkingunr í hendi sér og þó að þær séu sprottnar frá sönru frummynd eru það ekki sömu myndirnar. En þessar nryndir verða alltaf svona. — Það gæti líklega enginn annar en sá 69

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.