Melkorka - 01.11.1957, Blaðsíða 24

Melkorka - 01.11.1957, Blaðsíða 24
Lin Yutang segir, að engum geti liðið vel nema hon- um líði vel í tánum.og þetta þótti mér athyglisverðast i heimspeki hans. Engum hefur liðið ver í tánum en konunum i landi hans, Kína. Þær hafa kvalizt í tánum í þúsund ár. En við á Vesturlöndum höfum líka kval- izt í tánum í tvö þúsund ár eða lengur. Kynslóð kemur eftir kynslóð og allar kveljast þær í tánum. Hvað veldur? )>ví valda skórnir. I>ví síðan farið var að gera fólki á fæturna hefur enginn kunnað það. Enginn skógerðarmaður hefur vit- að hvernig mannsfótur er í laginu, né hvernig skór eiga að vera í laginu. Allir virðast hafa haldið að fót- ur fari mjókkandi frá hæl og fram á tábrodda og að stóra táin sé í miðjunni. Þessvegna hafa flestir hvítir menn, ef ekki allir, meira og tninna krypplaðar tær. Frá miðfótarbeinunum (ossa metatarsalia) greinast kögglarnir eins og rifin í blævæng, þannig að milli tánna verður bil, en mest milli stóru táar og hinnar næstu.svo að stinga má fingri milli þeirra fremst án þess að snerta þær svo sem neitt, svo framarlega sem fóturinn er alveg óskemmdur. Þetta má sjá á ungbörnum, og hjá þeim þjóðum, sem ganga berfættar, svo sem Intlverj- Deilan hófst vegna leiðinlegs misskiln- ings, vegna þess að Maðurinn hafði svo lítt þroskuð sjónarmið. Við lítum svo á, að Fíll- inn hafi aðeins gert heilaga skyldu sína með því að vernda hagsmuni Mannsins. Því verð- ur ekki á móti mælt, að það voru fyrst og fremst hagsmunir Mannsins að sem mest not yrðu af þessu herbergi. Vegna stærðar sinnar er langt í frá, að Maðurinn geti fyllt upp í herbergið, og því erum vér þeirrar skoðunar, að svohljóðandi gerðardómur sé réttlátur fyrir báða aðilja. Herra Fíll skal halda áfram að vera í kofanum. Manninum sé leyfilegt að leita sér annarrar lóðar, jiar sem hann getur ltyggt sér nýjan kofa, sem hæfi honum og stærð hans betur. Ennfremur mun nefndin vaka yfir löglegum liagsmunum og óaftur- kallanlegum réttindum Mannsins . . . um. En óðara en börnin fara að ganga á skóm, aflag- ast beinin. Stórutáarkögglarnir hafa ekki n;egilegt svig- rúm í venjnlegum skóm, og svigna því inn á við þegar á barnsaldri, og eftir það er engin leið að rétta þá við aftur til fulls. Það kynni að mega koma í veg fyrir frekari skemmdir með hentugum skóm, en þeir fást því miður hvergi eða mjög óvíða, bæði hér á landi og annars staðar. Skemmdirnar fara oft versnandi, stóra táin fer úr liði, og fram kotna hinir illræmdu, ófögru og kvalarfulUt hnútar, ásamt fylgifiskum þeirra, hamar- tám og líkþornum. í æsku sá ég oft undarlega stígvélaskó. Þeir voru háir, reimaðir upp uin legginn, og engin leið að greina, hvort skórinn átti á vinstri fót eða hægri, þeir sýndust vera nákvæmlega eins báðir. Eftir það koni fram skárra lag á skóm, og ég hélt að þetta kæmi ekki aftur. En viti menn, þessu líkt lag á skóm kom aftur fyrir tveim- ur til þremur árum (og nú ganga á þessu allar hof- róður), einmitt þegar maður var farinn að vonast eftir að koma mundu i verzlanir skór, sem hentuðu manns- fótum, en ekki píslartól og afskræmingarvélar. Svo er sagt að krypplun táa sé tífalt algengari á kon- uin en körluin, enda cru skór karlmanna mun skárri, en ekki eru þeir nógu góðir. Það vantar mikið á það. Barnaskór hafa aldrei hið rétta lag.sólinn sveigist ekki í boga frá hæl fram á tá, cins og óskemmdur fótur gerir, skórnir eru ekki nógu breiðir fyrir tána. Þess væri þörf, að fá flutta inn þessa tegund af barnaskóm, sem nýlega eru komnir á markað í Danmörku, og henta barnsfæti fullkomlega. Með því kynni að mega gera mörgum uppvaxandi manni ómetanlegan greiða. En við, sem eldri erum, hljótum að gjalda heimsku fortíðarinnar, búa ævinlega við kvalir og leiðindi, sem af skókreppu stafa, því engum manni getur liðið vel, ef honum líður illa í tánum. Blaðamaður frá hinu danska blaði, Politiken, átti nýlega tal við nokkra fótasérfræðinga. Upplýstu þeir, að við tilkomu hinnar nýju skótízku (skór með ör- mjóum tám og hælum), hefðu líkþorn og aðrir fóta- kvillar kvenfólksins aukizt að mun. Málfríður Einarsdóttir Tsjekof sagði eitt sinn við vini sína sem voru að fa’ra honum dýrindis gjafir: Sjáið til, þið eigið ekki að gefa mér silfurpenna og forna blekbyttu, nei, gefið mér heldur sokka. Konan mín þjónar mér ekki vel. Hún er leikkona. Ég geng í götóttum sokkum. Heyrðu ástin mín, segi ég við hana, stóra táin stcndur fram úr hægri sokknum mínum. Farðu þá í hann á vinstri fótinn, scgir hún. Það getur ekki blessast, er það? sagði rithöfundurinn og hló glað- legum ánægjuhlátri. (úr Lif i listum.) 88 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.